Segir Trump hafa seinkað brottflutningi hermanna frá Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2018 11:22 Lindsey Graham fyrir utan Hvíta húsið í gær. AP/Pablo Martinez Monsivais Þingmaðurinn Lindsay Graham segir að Donald Trump hafi ákveðið að seinka brottflutningi hermanna Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Graham, sem hefur lengi stutt Trump, fundaði með forsetanum í gær en hann hefur gagnrýnt ákvörðun Trump að kalla um tvö þúsund hermenn frá Sýrlandi. Það ákvað Trump fyrr í mánuðinum og hélt hann því fram að búið væri að sigra Íslamska ríkið, sem er rangt.Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn Bandaríkjanna gegn ISIS, segja ákvörðun Trump vera svik en þeir óttast árás Tyrkja og vígamanna sem studdir eru af Tyrklandi og þeir óttast upprisu ISIS sömuleiðis. Áætlað er að samtökin búi enn yfir allt að þrjátíu þúsund vígamönnum í Sýrlandi og Írak. Varnarmálaráðherra Trump og fulltrúi hans í baráttunni gegn ISIS hafa hætt störfum sínum vegna ákvörðunarinnar. Eftir fund Graham og Trump í gær sagði þingmaðurinn að Trump væri meðvitaður um hættuna sem steðjar. Hann tísti í nótt og sagði að Trump hefði lýst því yfir að þremur skilyrðum yrði að ná áður en Bandaríkin færu frá Sýrlandi. Fyrst þyrfti að tryggja að ISIS-liðar yrðu algerlega sigraðir og komið í veg fyrir upprisu samtakanna. Þá þyrfti einnig að tryggja að Íran myndi ekki fylla upp í það tómarúm sem brotthvarf Bandaríkjanna myndi skapa og tryggja þyrfti öryggi Kúrda í Sýrlandi.The President will make sure any withdrawal from Syria will be done in a fashion to ensure: 1) ISIS is permanently destroyed. 2) Iran doesn’t fill in the back end, and 3) our Kurdish allies are protected. — Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) December 30, 2018 Graham sagði Trump vera að ræða við hershöfðingja sína og bandamenn til að ganga úr skugga um að þessum markmiðum verði náð. Vert er að benda á það að þetta eru sömu skilyrði og voru til staðar áður en Trump ákvað að kalla hermennina heim. Þar að auki þarf að taka fram að Trump sjálfur hefur ekki staðfest þessi ummæli Graham.Sen. Lindsey Graham, who criticized President Trump's withdrawal of troops from the Middle East, says Trump today told him "some things I didn't know that make me feel a lot better about where we're headed in Syria" pic.twitter.com/HBbvzirDfO — CBS News (@CBSNews) December 30, 2018 Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Þingmaðurinn Lindsay Graham segir að Donald Trump hafi ákveðið að seinka brottflutningi hermanna Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Graham, sem hefur lengi stutt Trump, fundaði með forsetanum í gær en hann hefur gagnrýnt ákvörðun Trump að kalla um tvö þúsund hermenn frá Sýrlandi. Það ákvað Trump fyrr í mánuðinum og hélt hann því fram að búið væri að sigra Íslamska ríkið, sem er rangt.Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn Bandaríkjanna gegn ISIS, segja ákvörðun Trump vera svik en þeir óttast árás Tyrkja og vígamanna sem studdir eru af Tyrklandi og þeir óttast upprisu ISIS sömuleiðis. Áætlað er að samtökin búi enn yfir allt að þrjátíu þúsund vígamönnum í Sýrlandi og Írak. Varnarmálaráðherra Trump og fulltrúi hans í baráttunni gegn ISIS hafa hætt störfum sínum vegna ákvörðunarinnar. Eftir fund Graham og Trump í gær sagði þingmaðurinn að Trump væri meðvitaður um hættuna sem steðjar. Hann tísti í nótt og sagði að Trump hefði lýst því yfir að þremur skilyrðum yrði að ná áður en Bandaríkin færu frá Sýrlandi. Fyrst þyrfti að tryggja að ISIS-liðar yrðu algerlega sigraðir og komið í veg fyrir upprisu samtakanna. Þá þyrfti einnig að tryggja að Íran myndi ekki fylla upp í það tómarúm sem brotthvarf Bandaríkjanna myndi skapa og tryggja þyrfti öryggi Kúrda í Sýrlandi.The President will make sure any withdrawal from Syria will be done in a fashion to ensure: 1) ISIS is permanently destroyed. 2) Iran doesn’t fill in the back end, and 3) our Kurdish allies are protected. — Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) December 30, 2018 Graham sagði Trump vera að ræða við hershöfðingja sína og bandamenn til að ganga úr skugga um að þessum markmiðum verði náð. Vert er að benda á það að þetta eru sömu skilyrði og voru til staðar áður en Trump ákvað að kalla hermennina heim. Þar að auki þarf að taka fram að Trump sjálfur hefur ekki staðfest þessi ummæli Graham.Sen. Lindsey Graham, who criticized President Trump's withdrawal of troops from the Middle East, says Trump today told him "some things I didn't know that make me feel a lot better about where we're headed in Syria" pic.twitter.com/HBbvzirDfO — CBS News (@CBSNews) December 30, 2018
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira