Konur fjarlægjast Repúblikanaflokkinn Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2018 08:29 Konur í Bandaríkjunum eru ekki sáttar við Donald Trump, forseta. Getty/Andrew Harrer Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump. Vinsældir Trump meðal kvenna eru í sögulegu lágmarki forseta Bandaríkjanna þar sem 63 prósent kvenna segjast ósáttar með hann, samkvæmt nýlegri könnun.Þetta gæti haft veruleg áhrif á kosningarnar í nóvember. Einungis 30 prósent kvenna segjast sáttar með forsetann og er margt sem spilar þar inn í samkvæmt umfjöllun Politico.Gagnrýnir konur fyrir útlit þeirraTrump hefur sagt og gert margt sem konur eru ósáttar við. Sem dæmi má nefna Access Hollywood myndbandið frá 2005, þar sem Trump stærði sig af því að geta káfað á og kysst konur, án leyfis, í skjóli frægðar sinnar. Minnst 22 konur hafa sakað hann um kynferðisbrot og áreitni og þá hefur hann greitt konum eins og klámleikkonunni Stormy Daniels fyrir að segja ekki frá framhjáhöldum hans. Einnig má benda á að Trump hefur ítrekað gagnrýnt konur fyrir útlit þeirra. Þar má nefna Megyn Kelly, Carly Fiorina, Rosy O‘Donnell og fleiri. Nú síðast gerði hann lítið úr ásökunum Christine Blasey Ford gagnvart Brett Kavanaugh, nýjasta Hæstaréttardómara Bandaríkjanna.Síðan Trump tók við embætti hafa konur í Bandaríkjunum gripið til aðgerða og þá sérstaklega konur sem skilgreina sig sem Demókrata eða óháðar. Aldrei hafa fleiri konur verið í framboði og virkni þeirra í stjórnmálastarfi hefur aukist til muna. Um áraraðir hafa fleiri konur kosið en karlar í Bandaríkjunum. Árið 2016 kusu 9,9 milljónum fleiri konur en karlar. Um 63 prósent þeirra kvenna sem hafa rétt á að kjósa gerðu það, samanborið við 59 prósent karla.Mikill munur á milli kosningaEin nýleg könnun sem Politico vitnar í bendir á að um 58 prósent hvítra háskólamenntaðra kvenna styðji Demókrata í sínu kjördæmi í þingkosningunum í næsta mánuði á móti 36 prósentum sem segjast styðja Repúblikana. Það er munur upp á 22 prósentustig. Árið 2014 var munurinn einungis tvö prósentustig. Blaðamaður Politico ræddi nýverið við nokkrar konur sem hafa gefist upp á Repúblikanaflokknum og áttu viðtölin sér stað áður en dómsálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings tók tilnefningu Brett Kavanaugh fyrir. Allar áttu þær sameiginlegt að vera illa við Trump. Hann væri siðlaus, lyginn og óstöðugur. Hann léti óhæfa kunningja sína fá stöður í ríkisstjórn sinni og hann hafi aukið rasisma og fordóma í samfélaginu. Framkoma hans gagnvart konum spilaði einnig inn í.Líklegt að konurnar snúi afturTrump sjálfur er þó ekki eina ástæðan fyrir því að þessar konur fjarlægðust Repúblikanaflokkinn. Þær segjast einnig reiðar yfir því hve aðrir stjórnmálamenn flokksins hafi lúffað fyrir forsetanum og sýni honum stuðning í einu og öllu. Stjórnmálafræðingurinn Seth Masket, segir að hann telji að ástandið muni ekki endast. Það sé algengt að óvinsælir stjórnmálamenn fæli fólk frá flokkum en það snúi yfirleitt aftur. Demókratar eru hins vegar vongóðir um að Repúblikanar nái ekki að laða konur aftur til sín fyrir forsetakosningarnar 2020. Tölfræðimiðillinn FiveThirtyEight áætlar að enn séu góðar líkur á því að Demókratar nái stjórn á fulltrúadeild þingsins og að Repúblikanar haldi yfirráðum sínum á öldungadeildinni. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump. Vinsældir Trump meðal kvenna eru í sögulegu lágmarki forseta Bandaríkjanna þar sem 63 prósent kvenna segjast ósáttar með hann, samkvæmt nýlegri könnun.Þetta gæti haft veruleg áhrif á kosningarnar í nóvember. Einungis 30 prósent kvenna segjast sáttar með forsetann og er margt sem spilar þar inn í samkvæmt umfjöllun Politico.Gagnrýnir konur fyrir útlit þeirraTrump hefur sagt og gert margt sem konur eru ósáttar við. Sem dæmi má nefna Access Hollywood myndbandið frá 2005, þar sem Trump stærði sig af því að geta káfað á og kysst konur, án leyfis, í skjóli frægðar sinnar. Minnst 22 konur hafa sakað hann um kynferðisbrot og áreitni og þá hefur hann greitt konum eins og klámleikkonunni Stormy Daniels fyrir að segja ekki frá framhjáhöldum hans. Einnig má benda á að Trump hefur ítrekað gagnrýnt konur fyrir útlit þeirra. Þar má nefna Megyn Kelly, Carly Fiorina, Rosy O‘Donnell og fleiri. Nú síðast gerði hann lítið úr ásökunum Christine Blasey Ford gagnvart Brett Kavanaugh, nýjasta Hæstaréttardómara Bandaríkjanna.Síðan Trump tók við embætti hafa konur í Bandaríkjunum gripið til aðgerða og þá sérstaklega konur sem skilgreina sig sem Demókrata eða óháðar. Aldrei hafa fleiri konur verið í framboði og virkni þeirra í stjórnmálastarfi hefur aukist til muna. Um áraraðir hafa fleiri konur kosið en karlar í Bandaríkjunum. Árið 2016 kusu 9,9 milljónum fleiri konur en karlar. Um 63 prósent þeirra kvenna sem hafa rétt á að kjósa gerðu það, samanborið við 59 prósent karla.Mikill munur á milli kosningaEin nýleg könnun sem Politico vitnar í bendir á að um 58 prósent hvítra háskólamenntaðra kvenna styðji Demókrata í sínu kjördæmi í þingkosningunum í næsta mánuði á móti 36 prósentum sem segjast styðja Repúblikana. Það er munur upp á 22 prósentustig. Árið 2014 var munurinn einungis tvö prósentustig. Blaðamaður Politico ræddi nýverið við nokkrar konur sem hafa gefist upp á Repúblikanaflokknum og áttu viðtölin sér stað áður en dómsálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings tók tilnefningu Brett Kavanaugh fyrir. Allar áttu þær sameiginlegt að vera illa við Trump. Hann væri siðlaus, lyginn og óstöðugur. Hann léti óhæfa kunningja sína fá stöður í ríkisstjórn sinni og hann hafi aukið rasisma og fordóma í samfélaginu. Framkoma hans gagnvart konum spilaði einnig inn í.Líklegt að konurnar snúi afturTrump sjálfur er þó ekki eina ástæðan fyrir því að þessar konur fjarlægðust Repúblikanaflokkinn. Þær segjast einnig reiðar yfir því hve aðrir stjórnmálamenn flokksins hafi lúffað fyrir forsetanum og sýni honum stuðning í einu og öllu. Stjórnmálafræðingurinn Seth Masket, segir að hann telji að ástandið muni ekki endast. Það sé algengt að óvinsælir stjórnmálamenn fæli fólk frá flokkum en það snúi yfirleitt aftur. Demókratar eru hins vegar vongóðir um að Repúblikanar nái ekki að laða konur aftur til sín fyrir forsetakosningarnar 2020. Tölfræðimiðillinn FiveThirtyEight áætlar að enn séu góðar líkur á því að Demókratar nái stjórn á fulltrúadeild þingsins og að Repúblikanar haldi yfirráðum sínum á öldungadeildinni.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent