Zuma sagði af sér í skugga vantrausts Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Paul Mashatile, gjaldkeri ANC, á blaðamannafundi gærdagsins. Vísir/AFP Þingflokkur Afríska þjóðarráðsins (ANC), ráðandi flokks suðurafrískra stjórnmála, samþykkti í gær að styðja vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Jacob Zuma forseta. Atkvæðagreiðsla um tillöguna átti að fara fram í dag og þótti næstum öruggt að hún yrði samþykkt en Zuma sagði af sér í gærkvöldi. „Við viljum ekki að Suður-Afríka þurfi að bíða lengur. Ef Zuma svarar einhvern tímann þá svarar hann bara en við getum ekki beðið lengur. Þessi ákvörðun hefur verið tekin,“ sagði Paul Mashatile, gjaldkeri flokksins, í gær. Flokkurinn hefur undanfarið þrýst mjög á Zuma að segja af sér vegna spillingarmáls sem lögreglu grunar að hann sé aðili að. Var honum steypt af stóli forseta flokksins í desember og tók Cyril Ramaphosa við af honum. Sagt var í gær að Ramaphosa yrði að öllum líkindum forseti, jafnvel strax í dag, að því er suðurafríski miðillinn Sowetan greinir frá.Hinir svokölluðu Haukar, sérsveit lögreglu, gerðu í gær áhlaup á heimili Gupta-fjölskyldunnar í tengslum við spillingarrannsóknina og handtóku þrjá, meðal annars einn Gupta-bræðra. Bræðurnir, Atul, Rajesh og Ajay, fluttu til Suður-Afríku frá Indlandi árið 1993 og eru með valdamestu mönnum landsins. Teygir viðskiptaveldi þeirra anga sína meðal annars í námagröft, samgöngur, tæknigeirann og fjölmiðla.Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku.Vísir/afpBræðurnir eru nánir vinir Zuma forseta og eru þeir sakaðir um að hafa mútað embættismönnum. Mcebisi Jonas, fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði árið 2016 að fjölskyldan hefði boðið honum um fimm milljarða króna gegn því að hann hlýddi skipunum þeirra. Umboðsmaður suðurafrísks almennings birti svo skýrslu þar sem hann sakaði Gupta-fjölskylduna og Zuma forseta um ólöglegt samráð við gerð útboðssamninga. Blaðamaður BBC velti upp fjórum mögulegum ástæðum fyrir þessari tímasetningu á áhlaupi Haukanna, sem þótti áhugaverð í ljósi atkvæðagreiðslunnar sem átti að fara fram í dag. Ein þeirra var að mögulega hefði einhver úr herbúðum Ramaphosa þrýst á lögreglu til að auka þrýsting á Zuma forseta. Væri það til marks um harðnandi valdabaráttu Ramaphosa og Zuma en sá fyrrnefndi hafði, auk stuðningsmanna sinna, sagt að það gengi ekki að tveir stýrðu landinu í einu. Zuma rauf þögnina og tjáði sig um atburði gærdagsins og ásakanirnar í gær. „Þessi hugmynd um að ekki geti verið tveir við völd er sýn þeirra sem hafa ekki nægilegan þroska til að greina stjórnmál,“ sagði Zuma sem stuttu síðar hafði þó sagt af sér. Sagði Zuma hugmyndina eiga uppruna sinn í því að Thabo Mbeki forseti hefði viljað verða forseti ANC eftir að hann mátti ekki bjóða sig fram til endurkjörs, en í stjórnarskrá er kveðið á um að ekki megi sitja fleiri en tvö kjörtímabil. Nú sé staðan allt önnur enda væri Zuma ekki að sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu og heldur ekki leiðtogasætinu í þjóðarráðinu. Hann vildi bara fá að klára kjörtímabilið. Forsetinn sagði jafnframt frá heimsókn valdamestu manna þjóðarráðsins til sín á sunnudag þar sem þeir báðu hann um að segja af sér. „Ég spurði þá hvert vandamálið væri. Hvers vegna ég þyrfti að segja af mér. Hvort ég hefði gert eitthvað af mér. Og auðvitað gátu þeir ekki sagt mér það,“ sagði Zuma. „Það þarf að dæma mig eftir því sem ég hef gert. Enginn hefur sýnt fram á að ég hafi gert nokkuð af mér. Hef ég gert eitthvað af mér? Ef svo er, hvað? Enginn hefur getað svarað þessu,“ sagði Zuma. Aðförin að honum væri ósanngjörn. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35 Húsleit á heimili Gupta-fjölskyldunnar Lögregla í Suður Afríku réðst í morgun inn á heimili í eigu Gupta-fjölskyldunnar sem lengi hefur verið bendluð við spillingu og óeðlileg tengsl við forseta landsins, Jacob Zuma. 14. febrúar 2018 12:59 Krefjast þess að Zuma láti af forsetaembætti Flokkur Jakobs Zuma, forseta Suður-Afríku, hefur formlega óskað þess að hann láti sem fyrst af embætti. Forsetinn hefur ítrekað verið sakaður um spillingu. Ef hann verður ekki við beiðninni má búast við að fram komi vantrauststillaga. 14. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Þingflokkur Afríska þjóðarráðsins (ANC), ráðandi flokks suðurafrískra stjórnmála, samþykkti í gær að styðja vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Jacob Zuma forseta. Atkvæðagreiðsla um tillöguna átti að fara fram í dag og þótti næstum öruggt að hún yrði samþykkt en Zuma sagði af sér í gærkvöldi. „Við viljum ekki að Suður-Afríka þurfi að bíða lengur. Ef Zuma svarar einhvern tímann þá svarar hann bara en við getum ekki beðið lengur. Þessi ákvörðun hefur verið tekin,“ sagði Paul Mashatile, gjaldkeri flokksins, í gær. Flokkurinn hefur undanfarið þrýst mjög á Zuma að segja af sér vegna spillingarmáls sem lögreglu grunar að hann sé aðili að. Var honum steypt af stóli forseta flokksins í desember og tók Cyril Ramaphosa við af honum. Sagt var í gær að Ramaphosa yrði að öllum líkindum forseti, jafnvel strax í dag, að því er suðurafríski miðillinn Sowetan greinir frá.Hinir svokölluðu Haukar, sérsveit lögreglu, gerðu í gær áhlaup á heimili Gupta-fjölskyldunnar í tengslum við spillingarrannsóknina og handtóku þrjá, meðal annars einn Gupta-bræðra. Bræðurnir, Atul, Rajesh og Ajay, fluttu til Suður-Afríku frá Indlandi árið 1993 og eru með valdamestu mönnum landsins. Teygir viðskiptaveldi þeirra anga sína meðal annars í námagröft, samgöngur, tæknigeirann og fjölmiðla.Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku.Vísir/afpBræðurnir eru nánir vinir Zuma forseta og eru þeir sakaðir um að hafa mútað embættismönnum. Mcebisi Jonas, fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði árið 2016 að fjölskyldan hefði boðið honum um fimm milljarða króna gegn því að hann hlýddi skipunum þeirra. Umboðsmaður suðurafrísks almennings birti svo skýrslu þar sem hann sakaði Gupta-fjölskylduna og Zuma forseta um ólöglegt samráð við gerð útboðssamninga. Blaðamaður BBC velti upp fjórum mögulegum ástæðum fyrir þessari tímasetningu á áhlaupi Haukanna, sem þótti áhugaverð í ljósi atkvæðagreiðslunnar sem átti að fara fram í dag. Ein þeirra var að mögulega hefði einhver úr herbúðum Ramaphosa þrýst á lögreglu til að auka þrýsting á Zuma forseta. Væri það til marks um harðnandi valdabaráttu Ramaphosa og Zuma en sá fyrrnefndi hafði, auk stuðningsmanna sinna, sagt að það gengi ekki að tveir stýrðu landinu í einu. Zuma rauf þögnina og tjáði sig um atburði gærdagsins og ásakanirnar í gær. „Þessi hugmynd um að ekki geti verið tveir við völd er sýn þeirra sem hafa ekki nægilegan þroska til að greina stjórnmál,“ sagði Zuma sem stuttu síðar hafði þó sagt af sér. Sagði Zuma hugmyndina eiga uppruna sinn í því að Thabo Mbeki forseti hefði viljað verða forseti ANC eftir að hann mátti ekki bjóða sig fram til endurkjörs, en í stjórnarskrá er kveðið á um að ekki megi sitja fleiri en tvö kjörtímabil. Nú sé staðan allt önnur enda væri Zuma ekki að sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu og heldur ekki leiðtogasætinu í þjóðarráðinu. Hann vildi bara fá að klára kjörtímabilið. Forsetinn sagði jafnframt frá heimsókn valdamestu manna þjóðarráðsins til sín á sunnudag þar sem þeir báðu hann um að segja af sér. „Ég spurði þá hvert vandamálið væri. Hvers vegna ég þyrfti að segja af mér. Hvort ég hefði gert eitthvað af mér. Og auðvitað gátu þeir ekki sagt mér það,“ sagði Zuma. „Það þarf að dæma mig eftir því sem ég hef gert. Enginn hefur sýnt fram á að ég hafi gert nokkuð af mér. Hef ég gert eitthvað af mér? Ef svo er, hvað? Enginn hefur getað svarað þessu,“ sagði Zuma. Aðförin að honum væri ósanngjörn.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35 Húsleit á heimili Gupta-fjölskyldunnar Lögregla í Suður Afríku réðst í morgun inn á heimili í eigu Gupta-fjölskyldunnar sem lengi hefur verið bendluð við spillingu og óeðlileg tengsl við forseta landsins, Jacob Zuma. 14. febrúar 2018 12:59 Krefjast þess að Zuma láti af forsetaembætti Flokkur Jakobs Zuma, forseta Suður-Afríku, hefur formlega óskað þess að hann láti sem fyrst af embætti. Forsetinn hefur ítrekað verið sakaður um spillingu. Ef hann verður ekki við beiðninni má búast við að fram komi vantrauststillaga. 14. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35
Húsleit á heimili Gupta-fjölskyldunnar Lögregla í Suður Afríku réðst í morgun inn á heimili í eigu Gupta-fjölskyldunnar sem lengi hefur verið bendluð við spillingu og óeðlileg tengsl við forseta landsins, Jacob Zuma. 14. febrúar 2018 12:59
Krefjast þess að Zuma láti af forsetaembætti Flokkur Jakobs Zuma, forseta Suður-Afríku, hefur formlega óskað þess að hann láti sem fyrst af embætti. Forsetinn hefur ítrekað verið sakaður um spillingu. Ef hann verður ekki við beiðninni má búast við að fram komi vantrauststillaga. 14. febrúar 2018 07:00