Erlent

Húsleit á heimili Gupta-fjölskyldunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Þrír hafa verið handteknir.
Þrír hafa verið handteknir. Vísir/AFP
Lögregla í Suður Afríku réðst í morgun inn á heimili í eigu Gupta-fjölskyldunnar sem lengi hefur verið bendluð við spillingu og óeðlileg tengsl við forseta landsins, Jacob Zuma. BBC segir frá.

Þrír hafa verið handteknir, þar á meðal einn hinna þriggja Gupta bræðra, sem á nokkrum árum hafa fest sig í sessi sem valdamestu viðskiptamenn landsins. Búist er við því að hinir tveir bræðurnir gefi sig fram innan stundar.

Veldi Gupta-bræðranna í Suður-Afríku er ógnarlega stórt og nær það inn í flesta kima suður-afrísks þjóðlífs. Þeir eiga tölvukerfi, námur, samgöngufyrirtæki, orkufyrirtæki og fjölmiðla.

Bræðurnir fluttu til landsins frá Indlandi árið 1993, um það leyti sem aðskilnaðarstefnan í landinu leið undir lok.

Þrýst hefur verið á Zuma að segja af sér embætti og hefur flokkur hans, Afríska þjóðarráðið, gefið honum frest til lok dag til að verða við beiðni miðstjórnar flokksins.


Tengdar fréttir

Zuma sagt að víkja úr embætti

Miðstjórn stjórnarflokks Suður-Afríku hefur formlega beint þeim tilmælum til forsetans Jacob Zuma að hann segi af sér "sem fyrst“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×