Duterte segir hermönnum að skjóta konur í píkuna Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2018 13:13 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Vísir/AFP Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sagði hermönnum í síðustu viku að þeir ættu að skjóta uppreisnarkonur í píkuna. Þetta sagði hann í ræðu fyrir framan fyrrverandi uppreisnarmenn þann 7. febrúar. Hann gagnrýndi einnig konur sem ganga til liðs við uppreisnarhópa fyrir að yfirgefa börn sín. „Segið hermönnunum: Það er að berast ný skipun frá borgarstjóranum. Við munum ekki drepa ykkur. Við munum bara skjóta ykkur í píkuna. Svo það... Ef það er engin píka er þetta gagnslaust,“ sagði forsetinn samkvæmt opinberu eftirriti ræðu hans. Orðinu píka hefur þó verið skipt út fyrir fjögur bandstrik.Þar sem Duterte talar um borgarstjóra virðist hann vera að ræða um sjálfan sig. Hann var lengi borgarstjóri áður en hann varð forseti Flippseyja. Forsetatíð Duterte hefur einkennst að ofbeldi og hefur hann ítrekað talað með niðrandi hætti um konur. Eins og tekið er fram í frétt Washington Post grínaðist hann með að hafa ekki geta verið fyrstur að nauðga ástralskri konu sem var rænt í Filippseyjum og nauðgað af ræningjum sínum. Hann hefur einnig sagt hermönnum sínum að nauðga konum í átökum og tjáir sig ítrekað um myndarleika kvenna sem hann hittir. Að mestu virðist það eiga við konur í stjórnmálum sem gagnrýna hann eða stefnumál hans.Hans helsta kosningaloforð var að allir fíkniefnasalar og notendur í Filippseyjum yrðu drepnir. Frá því hann tók við völdum hafa þúsundir verið skotnir til bana af lögreglu eða vopnuðum gengjum sjálfskipaðra löggæslumanna. Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur tekið málið til skoðunar. Tengdar fréttir Spurði yfirmann mannréttindastofnunar hvort hann væri barnaníðingur Forseti Filippseyja gerir að því skóna að yfirmaður nefndar sem rannsakar dráp öryggissveita hans á fólki í fíkniefnastríðinu sé hommi eða barnaníðingur vegna þess að hann hefur sérstaklega rannsakað dráp á táningum. 16. september 2017 19:35 Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49 Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56 Duterte segist hafa drepið mann sem táningur Forsetinn, sem staddur er á fundi APEC, hótaði jafnframt að slá til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem hafa mannréttindamál á sinni könnu, ef þeir yrðu á vegi hans. 10. nóvember 2017 08:32 Trump segir samband þeirra Duterte vera frábært Fundi forsetanna í Manila hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. nóvember 2017 08:29 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sagði hermönnum í síðustu viku að þeir ættu að skjóta uppreisnarkonur í píkuna. Þetta sagði hann í ræðu fyrir framan fyrrverandi uppreisnarmenn þann 7. febrúar. Hann gagnrýndi einnig konur sem ganga til liðs við uppreisnarhópa fyrir að yfirgefa börn sín. „Segið hermönnunum: Það er að berast ný skipun frá borgarstjóranum. Við munum ekki drepa ykkur. Við munum bara skjóta ykkur í píkuna. Svo það... Ef það er engin píka er þetta gagnslaust,“ sagði forsetinn samkvæmt opinberu eftirriti ræðu hans. Orðinu píka hefur þó verið skipt út fyrir fjögur bandstrik.Þar sem Duterte talar um borgarstjóra virðist hann vera að ræða um sjálfan sig. Hann var lengi borgarstjóri áður en hann varð forseti Flippseyja. Forsetatíð Duterte hefur einkennst að ofbeldi og hefur hann ítrekað talað með niðrandi hætti um konur. Eins og tekið er fram í frétt Washington Post grínaðist hann með að hafa ekki geta verið fyrstur að nauðga ástralskri konu sem var rænt í Filippseyjum og nauðgað af ræningjum sínum. Hann hefur einnig sagt hermönnum sínum að nauðga konum í átökum og tjáir sig ítrekað um myndarleika kvenna sem hann hittir. Að mestu virðist það eiga við konur í stjórnmálum sem gagnrýna hann eða stefnumál hans.Hans helsta kosningaloforð var að allir fíkniefnasalar og notendur í Filippseyjum yrðu drepnir. Frá því hann tók við völdum hafa þúsundir verið skotnir til bana af lögreglu eða vopnuðum gengjum sjálfskipaðra löggæslumanna. Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur tekið málið til skoðunar.
Tengdar fréttir Spurði yfirmann mannréttindastofnunar hvort hann væri barnaníðingur Forseti Filippseyja gerir að því skóna að yfirmaður nefndar sem rannsakar dráp öryggissveita hans á fólki í fíkniefnastríðinu sé hommi eða barnaníðingur vegna þess að hann hefur sérstaklega rannsakað dráp á táningum. 16. september 2017 19:35 Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49 Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56 Duterte segist hafa drepið mann sem táningur Forsetinn, sem staddur er á fundi APEC, hótaði jafnframt að slá til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem hafa mannréttindamál á sinni könnu, ef þeir yrðu á vegi hans. 10. nóvember 2017 08:32 Trump segir samband þeirra Duterte vera frábært Fundi forsetanna í Manila hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. nóvember 2017 08:29 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Spurði yfirmann mannréttindastofnunar hvort hann væri barnaníðingur Forseti Filippseyja gerir að því skóna að yfirmaður nefndar sem rannsakar dráp öryggissveita hans á fólki í fíkniefnastríðinu sé hommi eða barnaníðingur vegna þess að hann hefur sérstaklega rannsakað dráp á táningum. 16. september 2017 19:35
Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49
Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56
Duterte segist hafa drepið mann sem táningur Forsetinn, sem staddur er á fundi APEC, hótaði jafnframt að slá til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem hafa mannréttindamál á sinni könnu, ef þeir yrðu á vegi hans. 10. nóvember 2017 08:32
Trump segir samband þeirra Duterte vera frábært Fundi forsetanna í Manila hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. nóvember 2017 08:29