Erlent

Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli

Kjartan Kjartansson skrifar
Paolo Duterte er sonur forsetans og jafnframt varaborgarstjóri borgarinnar Davao.
Paolo Duterte er sonur forsetans og jafnframt varaborgarstjóri borgarinnar Davao. Vísir/AFP
Á sama tíma og Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, háir blóðugt stríð gegn fíkniefnasölum neitar einn sona hans og tengdasonur því að hafa tekið þátt í fíkniefnasmygli.

Paolo Duterte kom fyrir þingnefnd í dag til að svara spurningum um ásakanir um að hann hafi verið viðriðinn fíkniefnasmygl frá Kína. Kallaði hann ásakanirnar „tilhæfulausar“.

Tengdasonur Durtete sagði þær sömuleiðis ekkert annað en „orðróma og kjaftasögur“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Þúsundir manna hafa fallið í herferð ríkisstjórnar Duterte gegn fíkniefnum. Lögreglumenn hafa verið sakaðir um að taka grunaða menn af lífi án dóms og laga. Yfirvöld segja lögreglumenn aðeins drepa ef glæpamenn veita þeim mótspyrnu.

Duterte hefur lofað því að segja af sér reynist einhver úr fjölskyldu hans viðriðinn fíkniefnaheiminn.

 


Tengdar fréttir

Kirkjan fordæmir herferð Duterte

Kaþólska kirkjan á Filippseyjum fordæmdi í gær herferð forsetans Rodrigo Duterte gegn eiturlyfjafíklum, -sölum, -framleiðendum og -smyglurum. Herferðin hefur kostað að minnsta kosti 3.500 lífið og drepur lögregla grunaða án dóms og laga.

Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin

Reuters-fréttastofan fullyrðir að lögreglumenn á Filippseyjum hafi flutt grunaða glæpamenn sem þeir hafa skotið til bana á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökurnar. Þúsundir manna hafa verið myrtir í stríði Duterte forseta gegn fíkniefnum.

Syrgjendur mótmæla blóðugri herferð Duterte

Sautján ára drengur virðist hafa verið tekinn af lífi af lögreglumönnum á Filippseyjum. Hann er einn þúsunda manna sem liggja í valnum í blóðugu fíkniefnastríði Duterte forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×