Erlent

Spurði yfirmann mannréttindastofnunar hvort hann væri barnaníðingur

Kjartan Kjartansson skrifar
Þrír lögreglumenn sem eru sakaðir um að hafa myrt 17 ára gamlan dreng komu fyrir þingnefnd á dögunum.
Þrír lögreglumenn sem eru sakaðir um að hafa myrt 17 ára gamlan dreng komu fyrir þingnefnd á dögunum. Vísir/AFP
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, gaf í skyn að yfirmaður mannréttindaráðs landsins væri barnaníðingur vegna rannsóknar hans á drápum lögreglumanna á táningum í blóðugu fíkniefnastríði ríkisstjórnar forsetans.

Þúsundir manna hafa verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum. Undir hans stjórn hafa lögreglumenn verið sakaðir um að taka fólk af lífi án dóms og laga, þar á meðal unglinga.

„Af hverju er þessi gaur að kafna yfir máli ungs fólks, sérstaklega drengja? Ertu barnaníðingur?“ sagði Duterte um Chito Gascon, formann mannréttindastofnunar Filippseyja.

Áður höfðu bandamenn forsetans í þinginu skorið fjárframlög til stofnunarinnar niður í jafngildi aðeins tuttugu bandarískra dollara, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

„Af hverju ertu svona skotinn í táningum? Ertu það? Ég hef mínar efasemdir. Ertu hommi eða ertu barnaníðingur?“ spurði Duterte sem sakaði Gascon einnig um að vera málsvara stjórnarandstöðunnar.

Mannréttindastofnunin hefur reynt af veikum mætti að rannsaka dráp yfirvalda á fólki í fíkniefnastríðinu, þar á meðal tveggja táninga í síðasta mánuði.


Tengdar fréttir

Kirkjan fordæmir herferð Duterte

Kaþólska kirkjan á Filippseyjum fordæmdi í gær herferð forsetans Rodrigo Duterte gegn eiturlyfjafíklum, -sölum, -framleiðendum og -smyglurum. Herferðin hefur kostað að minnsta kosti 3.500 lífið og drepur lögregla grunaða án dóms og laga.

Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin

Reuters-fréttastofan fullyrðir að lögreglumenn á Filippseyjum hafi flutt grunaða glæpamenn sem þeir hafa skotið til bana á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökurnar. Þúsundir manna hafa verið myrtir í stríði Duterte forseta gegn fíkniefnum.

Syrgjendur mótmæla blóðugri herferð Duterte

Sautján ára drengur virðist hafa verið tekinn af lífi af lögreglumönnum á Filippseyjum. Hann er einn þúsunda manna sem liggja í valnum í blóðugu fíkniefnastríði Duterte forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×