Ofsahlýnun í kortunum ef farið verður að fordæmi stórra ríkja Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2018 13:55 Þó að Kínverjar séu byrjaðir að rífa niður kolaorkuver rís fjöldi annarra í staðinn. Kínverjar eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Færi heimsbyggðin að fordæmi þeirra yrði hnattræn hlýnun margfalt meiri en markmið Parísarsamkomulagsins. Vísir/EPA Ef ríki heims færu að fordæmi loftslagsáætlana Kínverja, Rússa og Kanadamanna næði hnattræn hlýnun fimm gráðum fyrir lok aldarinnar með gríðarlegum afleiðingum fyrir umhverfi og lífríki jarðar. Hlýnun yrði enn vel yfir markmiðum Parísarsamkomulagsins jafnvel þó að öll ríki setti sér sambærileg markmið og Evrópusambandið sem ætlar að ganga hvað lengst í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda. Með Parísarsamkomulaginu settu nær öll ríki heims sér það markmið að halda hlýnun jarðar innan við 2°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu og helst innan við 1,5°C. Miðað við núverandi aðgerðir er þó langt í að það markmið náist eins og útlistað var í skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í haust. Núverandi áætlanir ríkja sem bera ábyrgð á stórum hluta losunar gróðurhúsalofttegundanna sem valda hnattrænni hlýnun hrökkva hvergi nærri til og myndu leiðar til gríðarlegrar hlýnunar á skömmum tíma samkvæmt nýrri rannsókn á loftslagsmarkmiðum þjóða sem birtist í vísindaritinu Nature Communications fyrir helgi. Niðurstaðan er sú að ef öll ríki settu sér sambærileg markmið um samdrátt í losun og Kína, Kanada og Rússland þá næði hlýnunin 5°C fyrir lok aldarinnar. Það er með því mesta sem vísindamenn hafa talið að gæti orðið af menn koma ekki böndum yfir losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Svo mikil hlýnun hefði gríðarlegar breytingar í för með sér. Þurrkar, hitabylgjur og vaxandi veðuröfgar sem vísindamenn telja að fylgi loftslagsbreytingum yrðu enn verri en við minni hlýnun. Við þær aðstæður þurrkuðust kóralrif, sem eru leika lykilhlutverk í vistkerfi sjávar út, og fjöldi dýrategunda glataðist að eilífu. Í skýrslu sem Alþjóðabankinn lét taka saman árið 2012 var áætlað að við fjögurra gráðu hlýnun gæti yfirborð sjávar hækkað um einn metra á heimsvísu á þessari öld. Mörg ríki, sérstaklega þau snauðari, gætu einfaldlega ekki aðlagast breyttu loftslagi.Markmið Íslands við efri mörk Parísarsamkomulagsins Aðrir stórir losendur eins og Bandaríkin og Ástralía standa sig ekki mikið betur. Með sambærileg loftslagsmarkmið og löndin tvö hafa sett sér myndi heimsbyggðin standa frammi fyrir rúmlega fjögurra gráðu hlýnun fyrir lok aldarinnar, að því er segir í frétt The Guardian. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um 40% samdrátt í losun fyrir árið 2030. Jafnvel þó að heimurinn allur tæki það markmið upp yrði hlýnunin meira en tvöfalt meiri en 1,5°C markmið Parísarsamkomulagsins. Samkvæmt forsendum rannsóknarinnar næði hnattræn hlýnun rétt innan við tveimur gráðum á þessari öld ef öll ríki heims tileinkuðu sér og næðu loftslagsmarkmiðunum sem Ísland hafði sett sér árið 2015. Evrópusambandið Kína Loftslagsmál Norður-Ameríka Rússland Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30 Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00 Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira
Ef ríki heims færu að fordæmi loftslagsáætlana Kínverja, Rússa og Kanadamanna næði hnattræn hlýnun fimm gráðum fyrir lok aldarinnar með gríðarlegum afleiðingum fyrir umhverfi og lífríki jarðar. Hlýnun yrði enn vel yfir markmiðum Parísarsamkomulagsins jafnvel þó að öll ríki setti sér sambærileg markmið og Evrópusambandið sem ætlar að ganga hvað lengst í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda. Með Parísarsamkomulaginu settu nær öll ríki heims sér það markmið að halda hlýnun jarðar innan við 2°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu og helst innan við 1,5°C. Miðað við núverandi aðgerðir er þó langt í að það markmið náist eins og útlistað var í skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í haust. Núverandi áætlanir ríkja sem bera ábyrgð á stórum hluta losunar gróðurhúsalofttegundanna sem valda hnattrænni hlýnun hrökkva hvergi nærri til og myndu leiðar til gríðarlegrar hlýnunar á skömmum tíma samkvæmt nýrri rannsókn á loftslagsmarkmiðum þjóða sem birtist í vísindaritinu Nature Communications fyrir helgi. Niðurstaðan er sú að ef öll ríki settu sér sambærileg markmið um samdrátt í losun og Kína, Kanada og Rússland þá næði hlýnunin 5°C fyrir lok aldarinnar. Það er með því mesta sem vísindamenn hafa talið að gæti orðið af menn koma ekki böndum yfir losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Svo mikil hlýnun hefði gríðarlegar breytingar í för með sér. Þurrkar, hitabylgjur og vaxandi veðuröfgar sem vísindamenn telja að fylgi loftslagsbreytingum yrðu enn verri en við minni hlýnun. Við þær aðstæður þurrkuðust kóralrif, sem eru leika lykilhlutverk í vistkerfi sjávar út, og fjöldi dýrategunda glataðist að eilífu. Í skýrslu sem Alþjóðabankinn lét taka saman árið 2012 var áætlað að við fjögurra gráðu hlýnun gæti yfirborð sjávar hækkað um einn metra á heimsvísu á þessari öld. Mörg ríki, sérstaklega þau snauðari, gætu einfaldlega ekki aðlagast breyttu loftslagi.Markmið Íslands við efri mörk Parísarsamkomulagsins Aðrir stórir losendur eins og Bandaríkin og Ástralía standa sig ekki mikið betur. Með sambærileg loftslagsmarkmið og löndin tvö hafa sett sér myndi heimsbyggðin standa frammi fyrir rúmlega fjögurra gráðu hlýnun fyrir lok aldarinnar, að því er segir í frétt The Guardian. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um 40% samdrátt í losun fyrir árið 2030. Jafnvel þó að heimurinn allur tæki það markmið upp yrði hlýnunin meira en tvöfalt meiri en 1,5°C markmið Parísarsamkomulagsins. Samkvæmt forsendum rannsóknarinnar næði hnattræn hlýnun rétt innan við tveimur gráðum á þessari öld ef öll ríki heims tileinkuðu sér og næðu loftslagsmarkmiðunum sem Ísland hafði sett sér árið 2015.
Evrópusambandið Kína Loftslagsmál Norður-Ameríka Rússland Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30 Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00 Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira
Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00
Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30
Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00
Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00