Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. október 2018 06:30 Hliðarmarkmið Parísarsamningsins er orðið meginstef baráttunnar við loftslagsbreytingar. Vísir/Getty LOFTSLAGSMÁL Aðeins með því að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður verður hægt að koma í veg fyrir meiriháttar raskanir á helstu lífkerfum Jarðar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í sérstakri skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) sem kynnt var í Incheon í Suður-Kóreu í nótt. Skýrslan tekur mið af því markmiði sem 195 ríki heims sammæltust um í tengslum við Parísarsamkomulagið um að freista þess að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður fyrir árið 2100, miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Niðurstaða skýrslunnar, sem verið hefur til umræðu í Incheon síðustu daga, er sú að núverandi áherslur og markmið þjóðríkjanna í loftslagsmálum ganga engan veginn nógu langt til að ná því markmiði. Núverandi staða muni þvert á móti leiða til 3 gráðu hækkunar. Í skýrslunni kemur fram að hægt sé að ná 1,5 gráðu markmiðinu, svo lengi sem orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti og í vistvæna orkugjafa sé flýtt samhliða aukinni áherslu á nýja orkusparandi tækni. Vísindamenn IPCC tíunda nokkrar mismunandi leiðir í átt að markmiðinu, en flestar gera ráð fyrir því að hækkunin muni á einherjum tímapunkti fara yfir 1,5 gráður. Fulltrúar nokkurra ríkja, þar á meðal Evrópusambandsins, ítrekuðu í Incheon að nauðsynlegt væri að forðast með öllu að hitastig hækkaði umfram 1,5 gráður, jafnvel tímabundið. Slíkt myndi valda hættu á bleikingu í flestum kóralrifjum Jarðar. Hækkun um 2 gráður setur öll kóralrif í hættu. „Hálfur milljarður manna byggir lífsviðurværi sitt með beinum eða óbeinum hætti á kóralrifjum, því tekur eyðing þeirra ekki aðeins til glötunar fjölbreyttra vistkerfa,“ segir í athugasemd ESB við drög að skýrslu IPCC. „Leiðarvísir að 1,5 gráðu markmiðinu má ekki gera ráð fyrir tímabundinni umframhækkun.“ Markmiðið um 1,5 gráðu hækkun hitastigs er metnaðarfyllsta, og um leið umdeildasta, ákvæði Parísarsamkomulagsins sem samþykkt voru í Frakklandi í desember 2015. Fyrst og fremst voru það litlar eyþjóðir sem börðust fyrir ákvæðinu. Í dag er markmiðið hins vegar orðið að meginstefi í samkomulaginu, enda finna þjóðir heims nú fyrir áhrifum loftslagsbreytinga þegar hækkunin nemur aðeins 1,1 gráðu. „Þau vísindi sem finna má í skýrslu IPCC um 1,5 gráðu markmiðið tala sínu máli. Að halda hlýnun undir 1,5 gráðum er nú fyrst og fremst spurning um pólitískan vilja,“ sagði Payal Parekh, verkefnastjóri hjá umhverfissamtökunum 350.org. „Það er einfaldlega ekki valmöguleiki lengur að stinga höfðinu í sandinn.“ „Því miður er það svo að við nálgumst nú hratt 1,5 gráðu hækkun hitastigs, og fátt gefur til kynna að það muni breytast,“ sagði Elena Manaenkova, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. „Á síðustu 20 árum hafa hnattræn hitamet verið slegin 18 sinnum.“ kjartanh@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
LOFTSLAGSMÁL Aðeins með því að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður verður hægt að koma í veg fyrir meiriháttar raskanir á helstu lífkerfum Jarðar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í sérstakri skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) sem kynnt var í Incheon í Suður-Kóreu í nótt. Skýrslan tekur mið af því markmiði sem 195 ríki heims sammæltust um í tengslum við Parísarsamkomulagið um að freista þess að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður fyrir árið 2100, miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Niðurstaða skýrslunnar, sem verið hefur til umræðu í Incheon síðustu daga, er sú að núverandi áherslur og markmið þjóðríkjanna í loftslagsmálum ganga engan veginn nógu langt til að ná því markmiði. Núverandi staða muni þvert á móti leiða til 3 gráðu hækkunar. Í skýrslunni kemur fram að hægt sé að ná 1,5 gráðu markmiðinu, svo lengi sem orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti og í vistvæna orkugjafa sé flýtt samhliða aukinni áherslu á nýja orkusparandi tækni. Vísindamenn IPCC tíunda nokkrar mismunandi leiðir í átt að markmiðinu, en flestar gera ráð fyrir því að hækkunin muni á einherjum tímapunkti fara yfir 1,5 gráður. Fulltrúar nokkurra ríkja, þar á meðal Evrópusambandsins, ítrekuðu í Incheon að nauðsynlegt væri að forðast með öllu að hitastig hækkaði umfram 1,5 gráður, jafnvel tímabundið. Slíkt myndi valda hættu á bleikingu í flestum kóralrifjum Jarðar. Hækkun um 2 gráður setur öll kóralrif í hættu. „Hálfur milljarður manna byggir lífsviðurværi sitt með beinum eða óbeinum hætti á kóralrifjum, því tekur eyðing þeirra ekki aðeins til glötunar fjölbreyttra vistkerfa,“ segir í athugasemd ESB við drög að skýrslu IPCC. „Leiðarvísir að 1,5 gráðu markmiðinu má ekki gera ráð fyrir tímabundinni umframhækkun.“ Markmiðið um 1,5 gráðu hækkun hitastigs er metnaðarfyllsta, og um leið umdeildasta, ákvæði Parísarsamkomulagsins sem samþykkt voru í Frakklandi í desember 2015. Fyrst og fremst voru það litlar eyþjóðir sem börðust fyrir ákvæðinu. Í dag er markmiðið hins vegar orðið að meginstefi í samkomulaginu, enda finna þjóðir heims nú fyrir áhrifum loftslagsbreytinga þegar hækkunin nemur aðeins 1,1 gráðu. „Þau vísindi sem finna má í skýrslu IPCC um 1,5 gráðu markmiðið tala sínu máli. Að halda hlýnun undir 1,5 gráðum er nú fyrst og fremst spurning um pólitískan vilja,“ sagði Payal Parekh, verkefnastjóri hjá umhverfissamtökunum 350.org. „Það er einfaldlega ekki valmöguleiki lengur að stinga höfðinu í sandinn.“ „Því miður er það svo að við nálgumst nú hratt 1,5 gráðu hækkun hitastigs, og fátt gefur til kynna að það muni breytast,“ sagði Elena Manaenkova, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. „Á síðustu 20 árum hafa hnattræn hitamet verið slegin 18 sinnum.“ kjartanh@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira