Ásdís Karen: Erfitt skref því KR hefur alltaf verið mitt annað heimili Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2018 19:15 Vesturbæingurinn Ásdís Karen Halldórsdóttir skipti úr KR í Val fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna og byrjaði á því að skora þrennu í fyrsta leik fyrir Hlíðarendafélagið. Ásdís Karen og stöllur hennar mæta Stjörnunni í stórleik annarrar umferðar í Pepsi-deild kvenna í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 HD. Stjörnukonur þurfa að svara fyrir stórt tap á móti Blikum í fyrstu umferð en Ásdís og Valskonurnar unnu 8-0 sigur á nýliðum Breiðabliks og fengu þannig fljúgandi start. „Við fórum inn í þann leik og ætluðum að vinna hann. Þetta spilast þannig að við tókum völdin í seinni hálfleik. Þetta var erfitt til að byrja með en svo kláruðum við þetta,“ segir Ásdís Karen. Ásdís er 19 ára gömul en varð fastamaður í byrjunarliði KR aðeins 16 ára sumarið 2016 og var eftir tímabilið útnefnd besti leikmaður liðsins. Hún bar aftur af í liði KR á síðustu leiktíð og því var erfitt fyrir vesturbæinga að sjá á eftir henni til erkifjendanna. „Þetta var erfitt skref að taka því að KR hefur verið mitt annað heimili. Mér fannst þetta bara ótrúlega gott tækifæri að fara í Val. Valur er frábært félag með góðan þjálfara og frábæra leikmenn. Ég ákvað að taka skrefið og stóð við mína ákvörðun þrátt fyrir að ég vissi að þetta yrði erfitt. Ég var bara staðráðin í að gera þetta vel,“ segir Ásdís sem kveðst ekki hafa verið komin á einhverja endastöð í vesturbænum. „Nei, ekki beint. Mér fannst þetta bara tækifæri á að stíga upp sem leikmaður þannig að ég ákvað að gera þetta,“ segir hún. Þessi bráðefnilegi leikmaður stefnir enn hærra. Hún sér atvinnumennsku og landsliðssæti í hyllingum eins og aðrar unga fótboltastelpur. „Draumurinn minn er alltaf að komast í A-landsliðið og verða atvinnumaður. Ég vil bara verða best. Ég reyni bara að halda áfram á mínu róli og sjá hverju það skilar mér,“ segir Ásdís Karen Halldórsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Sjá meira
Vesturbæingurinn Ásdís Karen Halldórsdóttir skipti úr KR í Val fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna og byrjaði á því að skora þrennu í fyrsta leik fyrir Hlíðarendafélagið. Ásdís Karen og stöllur hennar mæta Stjörnunni í stórleik annarrar umferðar í Pepsi-deild kvenna í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 HD. Stjörnukonur þurfa að svara fyrir stórt tap á móti Blikum í fyrstu umferð en Ásdís og Valskonurnar unnu 8-0 sigur á nýliðum Breiðabliks og fengu þannig fljúgandi start. „Við fórum inn í þann leik og ætluðum að vinna hann. Þetta spilast þannig að við tókum völdin í seinni hálfleik. Þetta var erfitt til að byrja með en svo kláruðum við þetta,“ segir Ásdís Karen. Ásdís er 19 ára gömul en varð fastamaður í byrjunarliði KR aðeins 16 ára sumarið 2016 og var eftir tímabilið útnefnd besti leikmaður liðsins. Hún bar aftur af í liði KR á síðustu leiktíð og því var erfitt fyrir vesturbæinga að sjá á eftir henni til erkifjendanna. „Þetta var erfitt skref að taka því að KR hefur verið mitt annað heimili. Mér fannst þetta bara ótrúlega gott tækifæri að fara í Val. Valur er frábært félag með góðan þjálfara og frábæra leikmenn. Ég ákvað að taka skrefið og stóð við mína ákvörðun þrátt fyrir að ég vissi að þetta yrði erfitt. Ég var bara staðráðin í að gera þetta vel,“ segir Ásdís sem kveðst ekki hafa verið komin á einhverja endastöð í vesturbænum. „Nei, ekki beint. Mér fannst þetta bara tækifæri á að stíga upp sem leikmaður þannig að ég ákvað að gera þetta,“ segir hún. Þessi bráðefnilegi leikmaður stefnir enn hærra. Hún sér atvinnumennsku og landsliðssæti í hyllingum eins og aðrar unga fótboltastelpur. „Draumurinn minn er alltaf að komast í A-landsliðið og verða atvinnumaður. Ég vil bara verða best. Ég reyni bara að halda áfram á mínu róli og sjá hverju það skilar mér,“ segir Ásdís Karen Halldórsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Sjá meira