Ásdís Karen: Erfitt skref því KR hefur alltaf verið mitt annað heimili Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2018 19:15 Vesturbæingurinn Ásdís Karen Halldórsdóttir skipti úr KR í Val fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna og byrjaði á því að skora þrennu í fyrsta leik fyrir Hlíðarendafélagið. Ásdís Karen og stöllur hennar mæta Stjörnunni í stórleik annarrar umferðar í Pepsi-deild kvenna í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 HD. Stjörnukonur þurfa að svara fyrir stórt tap á móti Blikum í fyrstu umferð en Ásdís og Valskonurnar unnu 8-0 sigur á nýliðum Breiðabliks og fengu þannig fljúgandi start. „Við fórum inn í þann leik og ætluðum að vinna hann. Þetta spilast þannig að við tókum völdin í seinni hálfleik. Þetta var erfitt til að byrja með en svo kláruðum við þetta,“ segir Ásdís Karen. Ásdís er 19 ára gömul en varð fastamaður í byrjunarliði KR aðeins 16 ára sumarið 2016 og var eftir tímabilið útnefnd besti leikmaður liðsins. Hún bar aftur af í liði KR á síðustu leiktíð og því var erfitt fyrir vesturbæinga að sjá á eftir henni til erkifjendanna. „Þetta var erfitt skref að taka því að KR hefur verið mitt annað heimili. Mér fannst þetta bara ótrúlega gott tækifæri að fara í Val. Valur er frábært félag með góðan þjálfara og frábæra leikmenn. Ég ákvað að taka skrefið og stóð við mína ákvörðun þrátt fyrir að ég vissi að þetta yrði erfitt. Ég var bara staðráðin í að gera þetta vel,“ segir Ásdís sem kveðst ekki hafa verið komin á einhverja endastöð í vesturbænum. „Nei, ekki beint. Mér fannst þetta bara tækifæri á að stíga upp sem leikmaður þannig að ég ákvað að gera þetta,“ segir hún. Þessi bráðefnilegi leikmaður stefnir enn hærra. Hún sér atvinnumennsku og landsliðssæti í hyllingum eins og aðrar unga fótboltastelpur. „Draumurinn minn er alltaf að komast í A-landsliðið og verða atvinnumaður. Ég vil bara verða best. Ég reyni bara að halda áfram á mínu róli og sjá hverju það skilar mér,“ segir Ásdís Karen Halldórsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Vesturbæingurinn Ásdís Karen Halldórsdóttir skipti úr KR í Val fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna og byrjaði á því að skora þrennu í fyrsta leik fyrir Hlíðarendafélagið. Ásdís Karen og stöllur hennar mæta Stjörnunni í stórleik annarrar umferðar í Pepsi-deild kvenna í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 HD. Stjörnukonur þurfa að svara fyrir stórt tap á móti Blikum í fyrstu umferð en Ásdís og Valskonurnar unnu 8-0 sigur á nýliðum Breiðabliks og fengu þannig fljúgandi start. „Við fórum inn í þann leik og ætluðum að vinna hann. Þetta spilast þannig að við tókum völdin í seinni hálfleik. Þetta var erfitt til að byrja með en svo kláruðum við þetta,“ segir Ásdís Karen. Ásdís er 19 ára gömul en varð fastamaður í byrjunarliði KR aðeins 16 ára sumarið 2016 og var eftir tímabilið útnefnd besti leikmaður liðsins. Hún bar aftur af í liði KR á síðustu leiktíð og því var erfitt fyrir vesturbæinga að sjá á eftir henni til erkifjendanna. „Þetta var erfitt skref að taka því að KR hefur verið mitt annað heimili. Mér fannst þetta bara ótrúlega gott tækifæri að fara í Val. Valur er frábært félag með góðan þjálfara og frábæra leikmenn. Ég ákvað að taka skrefið og stóð við mína ákvörðun þrátt fyrir að ég vissi að þetta yrði erfitt. Ég var bara staðráðin í að gera þetta vel,“ segir Ásdís sem kveðst ekki hafa verið komin á einhverja endastöð í vesturbænum. „Nei, ekki beint. Mér fannst þetta bara tækifæri á að stíga upp sem leikmaður þannig að ég ákvað að gera þetta,“ segir hún. Þessi bráðefnilegi leikmaður stefnir enn hærra. Hún sér atvinnumennsku og landsliðssæti í hyllingum eins og aðrar unga fótboltastelpur. „Draumurinn minn er alltaf að komast í A-landsliðið og verða atvinnumaður. Ég vil bara verða best. Ég reyni bara að halda áfram á mínu róli og sjá hverju það skilar mér,“ segir Ásdís Karen Halldórsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn