Pútín sýndi sprengjuregn yfir Flórída Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. mars 2018 22:36 Hér má glöggt sjá Flórída-skaga. Vísir Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kynnti í dag „ósigrandi“ langdræga eldflaug sem hann sagði að gæti náð til allra landa í heiminum og að eldflaugavarnir Bandaríkjamanna gætu ekki stöðvað þær. Athygli hefur vakið í kynningarmyndbandi sem sýnt var samhliða ræðu forsetans mátti sjá sprengjum rigna yfir Flórída-skaga Bandaríkjanna.Um nýju eldflaugina sagði hann að erfitt væri að greina hana, hún hefði nánast ótakmarkað drægi og enginn núverandi eða framtíðareldflaugavarnarkerfi eða loftvarnir gætu stöðvað hana, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan mátti sjá sprengjuoddum rigna yfir Flórída en þetta tiltekna myndbrot entist aðeins í örfáar sekúndur."Efforts to contain Russia have failed, face it," Putin said in a nearly two-hour address he illustrated with video clips of new high-technology nuclear weapons #tictocnews https://t.co/7dTMzCHjtD pic.twitter.com/2orBH9x7eP— TicToc by Bloomberg (@tictoc) March 1, 2018 Í samtali við BBC segir talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins að hvorki ræða Pútíns, né myndbrotið, hafi komið á óvart. „Bandaríkjamenn geta sofið rólegir. Við erum fullkomnlega reiðubúin,“ sagði Dana White, talsmaður varnarmálaráðuneytisins. Sérfræðingar segja ólíklegt að ef kæmi til kjarnorkustríðs milli stórveldanna tveggja yrði Flórída eitt af aðalskotmörkum Rússa, þrátt fyrir að þar megi finna eina af stjórnstöðum Bandaríkjahers og Mar-A-Lago, hvíldarstað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Mark Fitzpatrick, sérfræðingur í varnarmálum, segir í samtali við BBC að Pútín sé með myndbandinu ekki að varpa ljósi á hernaðaráætlanir Rússa. „Þetta eru skilaboð og myndbandið er táknrænt. Þetta er leið til þess skreyta ræðuna.“ Tengdar fréttir Pútín segir Rússa búa yfir „ósigrandi“ eldflaug Í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar sem fara fram um miðjan mánuðinn kynnti Pútín Rússlandsforseti ný vígtól. 1. mars 2018 12:43 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kynnti í dag „ósigrandi“ langdræga eldflaug sem hann sagði að gæti náð til allra landa í heiminum og að eldflaugavarnir Bandaríkjamanna gætu ekki stöðvað þær. Athygli hefur vakið í kynningarmyndbandi sem sýnt var samhliða ræðu forsetans mátti sjá sprengjum rigna yfir Flórída-skaga Bandaríkjanna.Um nýju eldflaugina sagði hann að erfitt væri að greina hana, hún hefði nánast ótakmarkað drægi og enginn núverandi eða framtíðareldflaugavarnarkerfi eða loftvarnir gætu stöðvað hana, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan mátti sjá sprengjuoddum rigna yfir Flórída en þetta tiltekna myndbrot entist aðeins í örfáar sekúndur."Efforts to contain Russia have failed, face it," Putin said in a nearly two-hour address he illustrated with video clips of new high-technology nuclear weapons #tictocnews https://t.co/7dTMzCHjtD pic.twitter.com/2orBH9x7eP— TicToc by Bloomberg (@tictoc) March 1, 2018 Í samtali við BBC segir talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins að hvorki ræða Pútíns, né myndbrotið, hafi komið á óvart. „Bandaríkjamenn geta sofið rólegir. Við erum fullkomnlega reiðubúin,“ sagði Dana White, talsmaður varnarmálaráðuneytisins. Sérfræðingar segja ólíklegt að ef kæmi til kjarnorkustríðs milli stórveldanna tveggja yrði Flórída eitt af aðalskotmörkum Rússa, þrátt fyrir að þar megi finna eina af stjórnstöðum Bandaríkjahers og Mar-A-Lago, hvíldarstað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Mark Fitzpatrick, sérfræðingur í varnarmálum, segir í samtali við BBC að Pútín sé með myndbandinu ekki að varpa ljósi á hernaðaráætlanir Rússa. „Þetta eru skilaboð og myndbandið er táknrænt. Þetta er leið til þess skreyta ræðuna.“
Tengdar fréttir Pútín segir Rússa búa yfir „ósigrandi“ eldflaug Í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar sem fara fram um miðjan mánuðinn kynnti Pútín Rússlandsforseti ný vígtól. 1. mars 2018 12:43 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Pútín segir Rússa búa yfir „ósigrandi“ eldflaug Í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar sem fara fram um miðjan mánuðinn kynnti Pútín Rússlandsforseti ný vígtól. 1. mars 2018 12:43