Pútín segir Rússa búa yfir „ósigrandi“ eldflaug Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2018 12:43 Enginn hinna sjö frambjóðendanna til forseta eru líklegur til að ógna Pútín í kosningunum 18. mars. Vísir/AFP „Óvinnandi“ langdræg eldflaug er á meðal nýrra vopna sem Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar hefðu þróað. Fullyrti hann að eldflaugin gæti náð til allra landa í heiminum og að eldflaugavarnir Bandaríkjamanna gætu ekki stöðvað þær. Pútín staðhæfði þetta í síðustu ræðu sinni fyrir forsetakosningar sem fara fram 18. mars. Kynnti hann einnig til sögunnar fjarstýrðan og ómannaðan kafbát sem gæti flutt kjarnavopn. Um nýju eldflaugina sagði hann að erfitt væri að greina hana, hún hefði nánast ótakmarkað drægi og enginn núverandi eða framtíðareldflaugavarnarkerfi eða loftvarnir gætu stöðvað hana, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lofaði Pútín jafnframt að fækka fátækum Rússum um helming á næstu sex árum og sagðist stefna á að Rússar næðu svipuðum ævilíkum og Japanir og Frakkar. Sjö aðrir frambjóðendur eru til forseta en þó ekki Alexei Navalní, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Honum er bannað að bjóða sig fram vegna dóms sem hann hlaut fyrir fjársvik. Hann hefur hvatt landa sína til að sniðganga kosningarnar. Ákærurnar gegn sér hafi verið runnar undan rótum pólitískra andstæðinga. Pútín mætti ekki í sjónvarpskappræður hinna frambjóðendanna í gær. Búist er við afgerandi sigri hans í kosningunum. Það yrði þá fjórða kjörtímabil hans sem forseti Rússlands. Tengdar fréttir Rússneska lögreglan braust inn á skrifstofur leiðtoga stjórnarandstöðunnar Aðgerðirnar koma rétt fyrir boðuð mótmæli gegn stjórnvöldum í Moskvu og fleiri borgum Rússlands í dag. 28. janúar 2018 08:56 Pútín býður sig fram sem óháður Árlegur fundur Rússlandsforseta með um 1.600 fréttamönnum fór fram í Moskvu í dag. 14. desember 2017 12:10 Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016 vekja usla. 13. febrúar 2018 16:30 Helsta leiðtoga stjórnarandstæðinga bannað að bjóða sig fram gegn Pútín Umdeildur dómur yfir Alexei Navalní sem Mannréttindadómstóll Evrópu gerði athugasemdir við kemur í veg fyrir að hann geti boðið sig fram í forsetakosningum í Rússlandi í mars. 25. desember 2017 15:33 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
„Óvinnandi“ langdræg eldflaug er á meðal nýrra vopna sem Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar hefðu þróað. Fullyrti hann að eldflaugin gæti náð til allra landa í heiminum og að eldflaugavarnir Bandaríkjamanna gætu ekki stöðvað þær. Pútín staðhæfði þetta í síðustu ræðu sinni fyrir forsetakosningar sem fara fram 18. mars. Kynnti hann einnig til sögunnar fjarstýrðan og ómannaðan kafbát sem gæti flutt kjarnavopn. Um nýju eldflaugina sagði hann að erfitt væri að greina hana, hún hefði nánast ótakmarkað drægi og enginn núverandi eða framtíðareldflaugavarnarkerfi eða loftvarnir gætu stöðvað hana, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lofaði Pútín jafnframt að fækka fátækum Rússum um helming á næstu sex árum og sagðist stefna á að Rússar næðu svipuðum ævilíkum og Japanir og Frakkar. Sjö aðrir frambjóðendur eru til forseta en þó ekki Alexei Navalní, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Honum er bannað að bjóða sig fram vegna dóms sem hann hlaut fyrir fjársvik. Hann hefur hvatt landa sína til að sniðganga kosningarnar. Ákærurnar gegn sér hafi verið runnar undan rótum pólitískra andstæðinga. Pútín mætti ekki í sjónvarpskappræður hinna frambjóðendanna í gær. Búist er við afgerandi sigri hans í kosningunum. Það yrði þá fjórða kjörtímabil hans sem forseti Rússlands.
Tengdar fréttir Rússneska lögreglan braust inn á skrifstofur leiðtoga stjórnarandstöðunnar Aðgerðirnar koma rétt fyrir boðuð mótmæli gegn stjórnvöldum í Moskvu og fleiri borgum Rússlands í dag. 28. janúar 2018 08:56 Pútín býður sig fram sem óháður Árlegur fundur Rússlandsforseta með um 1.600 fréttamönnum fór fram í Moskvu í dag. 14. desember 2017 12:10 Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016 vekja usla. 13. febrúar 2018 16:30 Helsta leiðtoga stjórnarandstæðinga bannað að bjóða sig fram gegn Pútín Umdeildur dómur yfir Alexei Navalní sem Mannréttindadómstóll Evrópu gerði athugasemdir við kemur í veg fyrir að hann geti boðið sig fram í forsetakosningum í Rússlandi í mars. 25. desember 2017 15:33 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Rússneska lögreglan braust inn á skrifstofur leiðtoga stjórnarandstöðunnar Aðgerðirnar koma rétt fyrir boðuð mótmæli gegn stjórnvöldum í Moskvu og fleiri borgum Rússlands í dag. 28. janúar 2018 08:56
Pútín býður sig fram sem óháður Árlegur fundur Rússlandsforseta með um 1.600 fréttamönnum fór fram í Moskvu í dag. 14. desember 2017 12:10
Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016 vekja usla. 13. febrúar 2018 16:30
Helsta leiðtoga stjórnarandstæðinga bannað að bjóða sig fram gegn Pútín Umdeildur dómur yfir Alexei Navalní sem Mannréttindadómstóll Evrópu gerði athugasemdir við kemur í veg fyrir að hann geti boðið sig fram í forsetakosningum í Rússlandi í mars. 25. desember 2017 15:33