Pútín sýndi sprengjuregn yfir Flórída Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. mars 2018 22:36 Hér má glöggt sjá Flórída-skaga. Vísir Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kynnti í dag „ósigrandi“ langdræga eldflaug sem hann sagði að gæti náð til allra landa í heiminum og að eldflaugavarnir Bandaríkjamanna gætu ekki stöðvað þær. Athygli hefur vakið í kynningarmyndbandi sem sýnt var samhliða ræðu forsetans mátti sjá sprengjum rigna yfir Flórída-skaga Bandaríkjanna.Um nýju eldflaugina sagði hann að erfitt væri að greina hana, hún hefði nánast ótakmarkað drægi og enginn núverandi eða framtíðareldflaugavarnarkerfi eða loftvarnir gætu stöðvað hana, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan mátti sjá sprengjuoddum rigna yfir Flórída en þetta tiltekna myndbrot entist aðeins í örfáar sekúndur."Efforts to contain Russia have failed, face it," Putin said in a nearly two-hour address he illustrated with video clips of new high-technology nuclear weapons #tictocnews https://t.co/7dTMzCHjtD pic.twitter.com/2orBH9x7eP— TicToc by Bloomberg (@tictoc) March 1, 2018 Í samtali við BBC segir talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins að hvorki ræða Pútíns, né myndbrotið, hafi komið á óvart. „Bandaríkjamenn geta sofið rólegir. Við erum fullkomnlega reiðubúin,“ sagði Dana White, talsmaður varnarmálaráðuneytisins. Sérfræðingar segja ólíklegt að ef kæmi til kjarnorkustríðs milli stórveldanna tveggja yrði Flórída eitt af aðalskotmörkum Rússa, þrátt fyrir að þar megi finna eina af stjórnstöðum Bandaríkjahers og Mar-A-Lago, hvíldarstað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Mark Fitzpatrick, sérfræðingur í varnarmálum, segir í samtali við BBC að Pútín sé með myndbandinu ekki að varpa ljósi á hernaðaráætlanir Rússa. „Þetta eru skilaboð og myndbandið er táknrænt. Þetta er leið til þess skreyta ræðuna.“ Tengdar fréttir Pútín segir Rússa búa yfir „ósigrandi“ eldflaug Í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar sem fara fram um miðjan mánuðinn kynnti Pútín Rússlandsforseti ný vígtól. 1. mars 2018 12:43 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kynnti í dag „ósigrandi“ langdræga eldflaug sem hann sagði að gæti náð til allra landa í heiminum og að eldflaugavarnir Bandaríkjamanna gætu ekki stöðvað þær. Athygli hefur vakið í kynningarmyndbandi sem sýnt var samhliða ræðu forsetans mátti sjá sprengjum rigna yfir Flórída-skaga Bandaríkjanna.Um nýju eldflaugina sagði hann að erfitt væri að greina hana, hún hefði nánast ótakmarkað drægi og enginn núverandi eða framtíðareldflaugavarnarkerfi eða loftvarnir gætu stöðvað hana, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan mátti sjá sprengjuoddum rigna yfir Flórída en þetta tiltekna myndbrot entist aðeins í örfáar sekúndur."Efforts to contain Russia have failed, face it," Putin said in a nearly two-hour address he illustrated with video clips of new high-technology nuclear weapons #tictocnews https://t.co/7dTMzCHjtD pic.twitter.com/2orBH9x7eP— TicToc by Bloomberg (@tictoc) March 1, 2018 Í samtali við BBC segir talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins að hvorki ræða Pútíns, né myndbrotið, hafi komið á óvart. „Bandaríkjamenn geta sofið rólegir. Við erum fullkomnlega reiðubúin,“ sagði Dana White, talsmaður varnarmálaráðuneytisins. Sérfræðingar segja ólíklegt að ef kæmi til kjarnorkustríðs milli stórveldanna tveggja yrði Flórída eitt af aðalskotmörkum Rússa, þrátt fyrir að þar megi finna eina af stjórnstöðum Bandaríkjahers og Mar-A-Lago, hvíldarstað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Mark Fitzpatrick, sérfræðingur í varnarmálum, segir í samtali við BBC að Pútín sé með myndbandinu ekki að varpa ljósi á hernaðaráætlanir Rússa. „Þetta eru skilaboð og myndbandið er táknrænt. Þetta er leið til þess skreyta ræðuna.“
Tengdar fréttir Pútín segir Rússa búa yfir „ósigrandi“ eldflaug Í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar sem fara fram um miðjan mánuðinn kynnti Pútín Rússlandsforseti ný vígtól. 1. mars 2018 12:43 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Pútín segir Rússa búa yfir „ósigrandi“ eldflaug Í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar sem fara fram um miðjan mánuðinn kynnti Pútín Rússlandsforseti ný vígtól. 1. mars 2018 12:43