Trump úthúðar fyrrum utanríkisráðherra á Twitter Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. desember 2018 22:11 Trump og Tillerson þegar allt lék í lyndi. Chris Kleponis-Pool/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi í kvöld frá sér tíst þar sem hann fór ófögrum orðum um Rex Tillerson, fyrrum utanríkisráðherra í ríkisstjórn sinni. Trump lét Tillerson, sem var forstjóri olíu- og gasfyrirtækisins ExxonMobil þar til hann tók sæti sem utanríkisráðherra snemma ársins 2017, víkja sæti úr ríkisstjórninni í lok mars á þessu ári. Við embættinu tók Mike Pompeo, sem var forstjóri leyniþjónustunnar CIA. Í tístinu sem um ræðir segir Trump að Pompeo sé að standa sig frábærlega í starfi og segist stoltur af honum. Aðra sögu sé að segja um Tillerson. „[Tillerson] hafði ekki þá vitsmunalegu getu sem til þurfti. Hann var grjótheimskur og ég átti að losa mig við hann fyrr. Hann var fáránlega latur,“ er meðal þess sem segir í tísti frá Trump. Hann bætir svo við að nú horfi allt öðru vísi við í utanríkismálum Bandaríkjanna.Mike Pompeo is doing a great job, I am very proud of him. His predecessor, Rex Tillerson, didn’t have the mental capacity needed. He was dumb as a rock and I couldn’t get rid of him fast enough. He was lazy as hell. Now it is a whole new ballgame, great spirit at State! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 7, 2018 Ætla má að tístið séu viðbrögð Trump við viðtali við CBS sem birtist í gærkvöldi en þar sagði Tillerson forsetann vera agalausan. Þá sakaði hann Trump um að vilja ekki lesa undirbúningsgögn sem væru skrifuð fyrir hann og sagði hann forsetann ekki vilja kynna sér málefni ítarlega. Þá sagði hann forsetann einnig hafa reynt að framkvæma „ólöglega hluti,“ eins og Tillerson orðaði það sjálfur. „Forsetinn sagði oft: Hér er það sem ég vil gera og ég vil gera það svona. Ég sagði þá við hann: Herra forseti, ég skil hvað þú vilt gera en þú getur ekki gert það svona. Það er ólöglegt,“ sagði Tillerson á fjáröflun í gær. Við það yrði Trump pirraður út í Tillerson. Hann sagðist þá hafa sagt Trump að þeir gætu tekið slaginn á þingi og fengið lögunum breytt. Það væri ekkert að því og ef forsetinn vildi það myndi hann reyna. Viðtalið má sjá hér að neðan.WATCH: Former Secretary of State Rex Tillerson is speaking publicly about what led to his firing in March by President Trump. CBS News political contributor @bobschieffer interviewed Tillerson in Houston last night, at a dinner to benefit MD Anderson Cancer Center. pic.twitter.com/47qDqcsrMs — CBS This Morning (@CBSThisMorning) December 7, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi í kvöld frá sér tíst þar sem hann fór ófögrum orðum um Rex Tillerson, fyrrum utanríkisráðherra í ríkisstjórn sinni. Trump lét Tillerson, sem var forstjóri olíu- og gasfyrirtækisins ExxonMobil þar til hann tók sæti sem utanríkisráðherra snemma ársins 2017, víkja sæti úr ríkisstjórninni í lok mars á þessu ári. Við embættinu tók Mike Pompeo, sem var forstjóri leyniþjónustunnar CIA. Í tístinu sem um ræðir segir Trump að Pompeo sé að standa sig frábærlega í starfi og segist stoltur af honum. Aðra sögu sé að segja um Tillerson. „[Tillerson] hafði ekki þá vitsmunalegu getu sem til þurfti. Hann var grjótheimskur og ég átti að losa mig við hann fyrr. Hann var fáránlega latur,“ er meðal þess sem segir í tísti frá Trump. Hann bætir svo við að nú horfi allt öðru vísi við í utanríkismálum Bandaríkjanna.Mike Pompeo is doing a great job, I am very proud of him. His predecessor, Rex Tillerson, didn’t have the mental capacity needed. He was dumb as a rock and I couldn’t get rid of him fast enough. He was lazy as hell. Now it is a whole new ballgame, great spirit at State! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 7, 2018 Ætla má að tístið séu viðbrögð Trump við viðtali við CBS sem birtist í gærkvöldi en þar sagði Tillerson forsetann vera agalausan. Þá sakaði hann Trump um að vilja ekki lesa undirbúningsgögn sem væru skrifuð fyrir hann og sagði hann forsetann ekki vilja kynna sér málefni ítarlega. Þá sagði hann forsetann einnig hafa reynt að framkvæma „ólöglega hluti,“ eins og Tillerson orðaði það sjálfur. „Forsetinn sagði oft: Hér er það sem ég vil gera og ég vil gera það svona. Ég sagði þá við hann: Herra forseti, ég skil hvað þú vilt gera en þú getur ekki gert það svona. Það er ólöglegt,“ sagði Tillerson á fjáröflun í gær. Við það yrði Trump pirraður út í Tillerson. Hann sagðist þá hafa sagt Trump að þeir gætu tekið slaginn á þingi og fengið lögunum breytt. Það væri ekkert að því og ef forsetinn vildi það myndi hann reyna. Viðtalið má sjá hér að neðan.WATCH: Former Secretary of State Rex Tillerson is speaking publicly about what led to his firing in March by President Trump. CBS News political contributor @bobschieffer interviewed Tillerson in Houston last night, at a dinner to benefit MD Anderson Cancer Center. pic.twitter.com/47qDqcsrMs — CBS This Morning (@CBSThisMorning) December 7, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Sjá meira