„Frábær samvinna hjá dómurunum“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 20:30 Jon Moss ræðir við Eddie Smart í leiknum í dag. Þeir fá stjörnu í kladdann hjá Gallagher vísir/getty Tottenham fékk tvær vítaspyrnur á tíu mínútum í leik sínum við Liverpool á Anfield í dag. Báðir dómarnir hafa verið mikið á milli tannanna á fólki eftir leikinn en dómarasérfræðingur Sky Sports segir dómara leiksins hafa átt frábæran dag. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli þar sem þrjú mörk voru skoruð og tvær vítaspyrnur dæmdar á síðasta korterinu. Fyrri vítaspyrnan kom á 86. mínútu. Loris Karius felldi Harry Kane í teignum og um það er lítið deilt. Hins vegar vilja margir meina að Kane hafi verið rangstæður og því hefði ekki átt að dæma vítaspyrnu. Jonathan Moss, dómari leiksins, benti fyrst á punktinn en ræddi svo lengi vel við aðstoðardómarann Eddie Smart áður en hann ákvað að dómurinn skyldi standa. „Kane er rangstæður og Dejan Lovren á tækifæri á því að hreinsa boltann. Hann gerir það ekki en kom þó klárlega við boltann. Boltinn berst svo til Kane sem er nú orðinn réttstæður samkvæmt reglunum,“ sagði Dermot Gallagher, fyrrum dómari og núverandi sérfræðingur Sky Sports. „Þetta var frábær dómur að mínu mati. Þetta tók smá tíma en þeir komust að réttri niðurstöðu. Lovren hittir boltann illa og Kane er því réttstæður.“ Seinni vítaspyrnan var svo ekki dæmd af Moss heldur Smart aðstoðardómara. Þá braut Virgil van Dijk á Eric Lamela innan vítateigs. Moss dæmdi ekkert og ætlaði að láta leikinn halda áfram en Smart dæmdi vítaspyrnuna. „Það eru svo margir inni í vítateig að sjónarhorn Moss er ekki nógu gott. Það er enginn vafi á því að þetta var vítaspyrna og er annað dæmi um frábæra samvinnu á milli Moss og Smart,“ sagði Gallagher. Margir stuðningsmenn Liverpool hafa verið mjög óánægðir með þessa vítaspyrnudóma, sérstaklega þó þann síðari þar sem Kane skoraði jöfnunarmarkið úr þeirri spyrnu í blálokin. Hins vegar virðast margir sérfræðinganna vera vissir um að þetta hafi verið réttur dómur.It was a penalty .... https://t.co/eha8fUEpFD — Gary Neville (@GNev2) February 4, 2018 Pjúra víti á Van Dick. Drullaðu boltanum bara í burtu!!! — Hjörtur Hjartar (@hjorturh) February 4, 2018Heart rate has finally returned to normal after breathless finale to #LIVTOT Lots of contradictory opinions. Mine are. 1). Kane is onside 2). Kane/Karius penalty. Harsh 3). Van Dijk/ Lamela. Penalty 4). Wanyama. Hardest shot I’ve ever seen 5). 2-2 fair result — Graeme Le Saux (@graemelesaux14) February 4, 2018I’m sorry. But not a penalty for me. Just when I thought we had pulled it back #LFC#LIVTOThttps://t.co/XwPRonXcwT — Tom Munns (@TomMunns1) February 4, 2018 Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Sjá meira
Tottenham fékk tvær vítaspyrnur á tíu mínútum í leik sínum við Liverpool á Anfield í dag. Báðir dómarnir hafa verið mikið á milli tannanna á fólki eftir leikinn en dómarasérfræðingur Sky Sports segir dómara leiksins hafa átt frábæran dag. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli þar sem þrjú mörk voru skoruð og tvær vítaspyrnur dæmdar á síðasta korterinu. Fyrri vítaspyrnan kom á 86. mínútu. Loris Karius felldi Harry Kane í teignum og um það er lítið deilt. Hins vegar vilja margir meina að Kane hafi verið rangstæður og því hefði ekki átt að dæma vítaspyrnu. Jonathan Moss, dómari leiksins, benti fyrst á punktinn en ræddi svo lengi vel við aðstoðardómarann Eddie Smart áður en hann ákvað að dómurinn skyldi standa. „Kane er rangstæður og Dejan Lovren á tækifæri á því að hreinsa boltann. Hann gerir það ekki en kom þó klárlega við boltann. Boltinn berst svo til Kane sem er nú orðinn réttstæður samkvæmt reglunum,“ sagði Dermot Gallagher, fyrrum dómari og núverandi sérfræðingur Sky Sports. „Þetta var frábær dómur að mínu mati. Þetta tók smá tíma en þeir komust að réttri niðurstöðu. Lovren hittir boltann illa og Kane er því réttstæður.“ Seinni vítaspyrnan var svo ekki dæmd af Moss heldur Smart aðstoðardómara. Þá braut Virgil van Dijk á Eric Lamela innan vítateigs. Moss dæmdi ekkert og ætlaði að láta leikinn halda áfram en Smart dæmdi vítaspyrnuna. „Það eru svo margir inni í vítateig að sjónarhorn Moss er ekki nógu gott. Það er enginn vafi á því að þetta var vítaspyrna og er annað dæmi um frábæra samvinnu á milli Moss og Smart,“ sagði Gallagher. Margir stuðningsmenn Liverpool hafa verið mjög óánægðir með þessa vítaspyrnudóma, sérstaklega þó þann síðari þar sem Kane skoraði jöfnunarmarkið úr þeirri spyrnu í blálokin. Hins vegar virðast margir sérfræðinganna vera vissir um að þetta hafi verið réttur dómur.It was a penalty .... https://t.co/eha8fUEpFD — Gary Neville (@GNev2) February 4, 2018 Pjúra víti á Van Dick. Drullaðu boltanum bara í burtu!!! — Hjörtur Hjartar (@hjorturh) February 4, 2018Heart rate has finally returned to normal after breathless finale to #LIVTOT Lots of contradictory opinions. Mine are. 1). Kane is onside 2). Kane/Karius penalty. Harsh 3). Van Dijk/ Lamela. Penalty 4). Wanyama. Hardest shot I’ve ever seen 5). 2-2 fair result — Graeme Le Saux (@graemelesaux14) February 4, 2018I’m sorry. But not a penalty for me. Just when I thought we had pulled it back #LFC#LIVTOThttps://t.co/XwPRonXcwT — Tom Munns (@TomMunns1) February 4, 2018
Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Sjá meira