Erlent

Sýslumannsfulltrúi stóð hjá á meðan blóðbaðið fór fram

Kjartan Kjartansson skrifar
Scott Israel, sýslumaðurinn í Broward-sýslu, tilkynnti um afsögn fulltrúans í dag.
Scott Israel, sýslumaðurinn í Broward-sýslu, tilkynnti um afsögn fulltrúans í dag. Vísir/AFP
Fulltrúi sýslumanns í Broward-sýslu á Flórída hefur verið leystur frá störfum eftir að ljós kom að hann stóð hjá og aðhafðist ekkert á meðan vopnaður maður skaut sautján manns til bana í framhaldsskóla í Parkland í síðustu viku.

Washington Post segir að fulltrúinn, sem átti að gæta öryggis nemenda skólans, hafi tekið sér stöðu fyrir utan skólabygginguna þegar skothríðin hófst en aldreið farið inn. Hann var vopnaður. Sýslumaðurinn leysti hann frá störfum eftir að hafa skoðað myndband af atburðunum í skólanum. Fulltrúinn sagði af sér í kjölfarið.

Spurður að því hvað fulltrúinn hefði átt að aðhafast frekar sagði Scott Israel, sýslumaðurinn í Broward: „Fara inn og taka á morðingjanum. Drepa morðingjann“. Fulltrúanum hafi verið fullljóst að skotárás væri í gangi innandyra.

Tveir aðrir fulltrúar eru til skoðunar vegna atburðanna í skólanum.


Tengdar fréttir

Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal

Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×