Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 23:36 Nemendur frá Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum mættu í rútum til höfuðstaðarins Tallahassee til að þrýsta á um aðgerðir í skotvopnamálum. Allt kom þó fyrir ekki í ríkisþinginu. Vísir/Getty Þingmenn á ríkisþingi Flórída neituðu að taka fyrir frumvarp um bann við hríðskotarifflum eins og þeim sem notaður var í banvænni skotárás í framhaldsskóla í síðustu viku. Árásin kostaði sautján nemendur skólans lífið. Demókratar á ríkisþinginu kröfuðust atkvæðagreiðslu um að taka frumvarpið til umfjöllunar í dag. Mikil umræða hefur verið um skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum eftir skotárásina í Parkland á Flórída á miðvikudag. Fyrrverandi nemandi skaut þá fjölda manns til bana með hríðskotariffli. Fjöldi nemenda frá skólanum fylkti liði í þinghúsið til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni en þeir hafa orðið ötulir talsmenn hertrar skotvopnalöggjafar eftir blóðbaðið. Þeim varð þó ekki að ósk sinni því repúblikanar sem hafa meirihluta í neðri deild ríkisþingsins felldu tillöguna um að taka málið á dagskrá, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Þar með er ljóst að frumvarpið fær ekki umfjöllun áður en þessu þingi lýkur 9. mars. Leiðtogar repúblikana á Flórída hafa aftur á móti sagt að þeir sé tilbúnir að skoða að hækka aldurstakmörk fyrir byssukaupum í ríkinu og að svipta einstaklinga skotvopnum tímabundið ef þeir eru taldir hættulegir öðrum. Þá vill menntamálanefnd öldungadeildar ríkisþingsins bregðast við harmleiknum með því að hafa vopnaða lögreglumenn í öllum skólum á Flórída. Ákvæði þess efnis verður lagt fram í frumvarpi um menntamál sem nú er í meðförum þingsins. Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Þingmenn á ríkisþingi Flórída neituðu að taka fyrir frumvarp um bann við hríðskotarifflum eins og þeim sem notaður var í banvænni skotárás í framhaldsskóla í síðustu viku. Árásin kostaði sautján nemendur skólans lífið. Demókratar á ríkisþinginu kröfuðust atkvæðagreiðslu um að taka frumvarpið til umfjöllunar í dag. Mikil umræða hefur verið um skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum eftir skotárásina í Parkland á Flórída á miðvikudag. Fyrrverandi nemandi skaut þá fjölda manns til bana með hríðskotariffli. Fjöldi nemenda frá skólanum fylkti liði í þinghúsið til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni en þeir hafa orðið ötulir talsmenn hertrar skotvopnalöggjafar eftir blóðbaðið. Þeim varð þó ekki að ósk sinni því repúblikanar sem hafa meirihluta í neðri deild ríkisþingsins felldu tillöguna um að taka málið á dagskrá, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Þar með er ljóst að frumvarpið fær ekki umfjöllun áður en þessu þingi lýkur 9. mars. Leiðtogar repúblikana á Flórída hafa aftur á móti sagt að þeir sé tilbúnir að skoða að hækka aldurstakmörk fyrir byssukaupum í ríkinu og að svipta einstaklinga skotvopnum tímabundið ef þeir eru taldir hættulegir öðrum. Þá vill menntamálanefnd öldungadeildar ríkisþingsins bregðast við harmleiknum með því að hafa vopnaða lögreglumenn í öllum skólum á Flórída. Ákvæði þess efnis verður lagt fram í frumvarpi um menntamál sem nú er í meðförum þingsins.
Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26
Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00
Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45