Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 10:41 Cameron Kasky og öldungardeildarþingmaðurinn Marco Rubio í Flórída í gær. Vísir/Getty Nemendur Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans í Flórída hafa tröllriðið fjölmiðlum vestanhaf undanfarna daga. Cameron Kasky, einn þeirra nemenda sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. Rubio, sem er öldungardeildarþingmaður fyrir Flórída þar sem skotárásin átti sér stað fyrir rúmri viku síðan, sat fyrir svörum í útsendingu á sjónvarpsstöðinni CNN í gær. Eftirlifendur og aðstandendur fórnarlamba árásarinnar spurðu Rubio m.a. út í afstöðu hans til hertrar byssulöggjafar og fjárframlaga frá Samtökum skotvopnaeigenda, National Rifle Association (NRA).Þjarmað að Rubio Cameron Kasky, nemandi Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, var sérstaklega aðgangsharður. „Getur þú sagt mér núna að þú munir ekki þiggja eina greiðslu til viðbótar frá Samtökum skotvopnaeigenda?“ spurði Kasky. „Afstaða mín í málum byssulöggjafarinnar er sú sama og fyrsta daginn sem ég varð kjörinn embættismaður Miami-borgar,“ svaraði Rubio og bætti við að aðrir létu heillast af málflutningi sínum og að þetta væri ekki spurning um peninga. „Ég styð hverja þá löggjöf sem kemur í veg fyrir að byssur rati í hendur sturlaðs morðingja,“ sagði Rubio enn fremur. Áhorfendur virtust mjög óánægðir með svör Rubio, sem gat ekki svarað því hreint út hvort hann hygðist hafna frekari greiðslum frá NRA. Samræður Kasky og Rubio má sjá í spilaranum hér að neðan.Hugmyndin um vopnaða kennara óþægileg Í svörum Rubio við öðrum fyrirspurnum kom m.a. fram að hann væri ósammála þeim breytingum sem Bandaríkjaforseti, Donald Trump, boðaði á svokölluðum „áheyrnarfundi“ með nemendum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans og aðstandendum þeirra í gær. Þar lagði Trump til að kennarar í bandarískum skólum byrjuðu að bera vopn við kennslu til að fyrirbyggja skotárásir. „Mér þykir hugmyndin um að börnin mín gangi í skóla með kennurum sem bera vopn óþægileg,“ sagði Rubio í gær.Sjá einnig: Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Þá vildi hann hækka lágmarksaldur til kaupa á rifflum úr 18 ára og nefndi 21 árs aldur sem mögulegt nýtt viðmið. Rubio var auk þess opinn fyrir því að endurskoða löglega stærð á skothylkjum í byssur, sem hinn almenni Bandaríkjamaður getur keypt sér í verslunum. Rubio var auk þess hrósað fyrir að hafa yfir höfuð látið sjá sig á fundinum en bæði Donald Trump og Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, höfnuðu boði CNN um að sitja fyrir svörum. Sautján létust í skotárás við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída á miðvikudag í síðustu viku. Eftirlifandi nemendur hafa vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu sína í baráttu fyrir hertri byssulöggjöf og hafa til að mynda skipulagt fjöldagöngu í nafni málefnisins undir yfirskriftinni March For Our Lives. Gangan fer fram í Washington D.C. og fleiri borgum Bandaríkjanna þann 24. mars næstkomandi. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira
Nemendur Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans í Flórída hafa tröllriðið fjölmiðlum vestanhaf undanfarna daga. Cameron Kasky, einn þeirra nemenda sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. Rubio, sem er öldungardeildarþingmaður fyrir Flórída þar sem skotárásin átti sér stað fyrir rúmri viku síðan, sat fyrir svörum í útsendingu á sjónvarpsstöðinni CNN í gær. Eftirlifendur og aðstandendur fórnarlamba árásarinnar spurðu Rubio m.a. út í afstöðu hans til hertrar byssulöggjafar og fjárframlaga frá Samtökum skotvopnaeigenda, National Rifle Association (NRA).Þjarmað að Rubio Cameron Kasky, nemandi Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, var sérstaklega aðgangsharður. „Getur þú sagt mér núna að þú munir ekki þiggja eina greiðslu til viðbótar frá Samtökum skotvopnaeigenda?“ spurði Kasky. „Afstaða mín í málum byssulöggjafarinnar er sú sama og fyrsta daginn sem ég varð kjörinn embættismaður Miami-borgar,“ svaraði Rubio og bætti við að aðrir létu heillast af málflutningi sínum og að þetta væri ekki spurning um peninga. „Ég styð hverja þá löggjöf sem kemur í veg fyrir að byssur rati í hendur sturlaðs morðingja,“ sagði Rubio enn fremur. Áhorfendur virtust mjög óánægðir með svör Rubio, sem gat ekki svarað því hreint út hvort hann hygðist hafna frekari greiðslum frá NRA. Samræður Kasky og Rubio má sjá í spilaranum hér að neðan.Hugmyndin um vopnaða kennara óþægileg Í svörum Rubio við öðrum fyrirspurnum kom m.a. fram að hann væri ósammála þeim breytingum sem Bandaríkjaforseti, Donald Trump, boðaði á svokölluðum „áheyrnarfundi“ með nemendum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans og aðstandendum þeirra í gær. Þar lagði Trump til að kennarar í bandarískum skólum byrjuðu að bera vopn við kennslu til að fyrirbyggja skotárásir. „Mér þykir hugmyndin um að börnin mín gangi í skóla með kennurum sem bera vopn óþægileg,“ sagði Rubio í gær.Sjá einnig: Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Þá vildi hann hækka lágmarksaldur til kaupa á rifflum úr 18 ára og nefndi 21 árs aldur sem mögulegt nýtt viðmið. Rubio var auk þess opinn fyrir því að endurskoða löglega stærð á skothylkjum í byssur, sem hinn almenni Bandaríkjamaður getur keypt sér í verslunum. Rubio var auk þess hrósað fyrir að hafa yfir höfuð látið sjá sig á fundinum en bæði Donald Trump og Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, höfnuðu boði CNN um að sitja fyrir svörum. Sautján létust í skotárás við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída á miðvikudag í síðustu viku. Eftirlifandi nemendur hafa vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu sína í baráttu fyrir hertri byssulöggjöf og hafa til að mynda skipulagt fjöldagöngu í nafni málefnisins undir yfirskriftinni March For Our Lives. Gangan fer fram í Washington D.C. og fleiri borgum Bandaríkjanna þann 24. mars næstkomandi.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira
Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30
Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45
Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21