Erlent

Fjórðungi ríkisstofnana lokað

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.
Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Vísir/getty
Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.

Þingmenn fóru heim í gærkvöldi án þess að hafa náð að leysa þá pattstöðu sem komin er upp í bandarískum stjórnmálum en þing kemur saman að nýju í hádeginu að staðartíma að því er New York Times greinir frá.

Í röð tísta sem Trump birti í gær hótaði hann lokun ríkisstofnana „til lengri tíma“ ef Demókrataflokkurinn myndi ekki samþykkja að setja fimm milljarða Bandaríkjadala til að fjármagna múrinn.

Sjá nánar: Hótar lokun „til lengri tíma“

Heimavarnaráðuneytið og stofnanir sem lúta að samgöngumálum, landbúnaði, utanríkismálum og dómskerfið hafa hætt tímabundið starfsemi vegna málsins en það liggur ekki fyrir hversu lengi.

Þá mun lokunin hafa áhrif á hundruð þúsunda ríkisstarfsmanna því starfsmennirnir þurfa annað hvort að vinna án launa eða fara í leyfi.

Þetta er í þriðja sinn sem lokunum er beitt á aðeins tveimur árum.

Sextíu af hundrað öldungadeildarþingmönnum verða að samþykkja fjárveitinguna en enginn þeirra 49 Demókrata sem eiga sæti er líklegur til að greiða atkvæði með frumvarpinu.


Tengdar fréttir

Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn

Útlit er fyrir að alríkisstofnunum verði lokað eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt.

Hótar lokun „til lengri tíma“

Ef Demókrataflokkurinn kemur ekki til móts við fimm milljarða dala kröfu Trumps mun um fjórðungur stofnana alríkisstjórnarinnar loka að miðnætti í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×