Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2018 18:48 Paul Ryan og Kevin McCarthy, leiðtogar Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, ræddu við blaðamenn eftir fund þeirra og Trump. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur neitað að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. Ástæðan er sú að samkvæmt frumvarpinu átti ekki að veita fimm milljörðum dala til að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði blaðamönnum að Trump hefði verulegar áhyggjur af öryggi á landamærum Bandaríkjanna. Því er útlit fyrir að hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna verði lokað á morgun. Frumvarpinu sem forsetinn neitaði að skrifa undir var þó ekki ætlað að fjármagna rekstur ríkisins til langs tíma og hefði einungis náð til 8. febrúar. Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni höfðu mótmælt frumvarpinu og því að engu fé væri veitt til byggingar veggjarins. Stuðningsmenn Trump á þinginu hafa varað forsetann við því að gefa eftir og segja hann eiga að berjast fyrir byggingu veggjarins, sem hann lofaði að byggja í kosningabaráttunni. Hann lofaði einnig að Mexíkó myndi borga fyrir vegginn en yfirvöld Mexíkó sögðu það ekki koma til greina.AP fréttaveitan segir stuðningsmenn Trump halda því fram að endurkjör hans velti á byggingu veggjarins.Þegar Paul Ryan ræddi við blaðamenn sagði hann áhyggjur Trump af landamærunum vera réttmætar og sagði að nú myndu þingmenn koma saman á ný og reyna að finna lausn á málinu. Það er þó alfarið óljóst hvort Repúblikanar hafi meirihluta til að tryggja fjármögnun veggjarins á þessari stundu.Fjölmargir þingmenn flokksins, sem eru að setjast í helgan stein eða töpuðu í kosningunum í nóvember, hafa ekki verið á þingi og ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslum að undanförnu. Þar að auki eru margir öldungadeildarþingmenn farnir heim í jólafrí. Demókratar munu taka við stjórn fulltrúadeildarinnar í byrjun næsta árs. Trump hefur verið margsaga í deilunni á undanförnum dögum. Fyrst krafðist hann fimm milljarða frá þinginu. Svo sagði hann að herinn myndi borga fyrir bygginguna og síðan sagði hann að Demókratar myndu láta hann fá peninga til að byggja vegginn á næsta ári. Síðan virtist hann vera að gefa eftir, þar til nokkrir stuðningsmenn hans í fulltrúadeildinni fóru á fund hans í dag. BREAKING: Speaker Ryan says President Trump will not sign short-term continuing resolution passed by Senate. https://t.co/vNp0vlw0TF pic.twitter.com/PeZWvSF5lo— NBC News (@NBCNews) December 20, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32 Krefjast enn fimm milljarða dala til að byggja vegg Ekkert útlit er fyrir lausn á deilu Donald Trump og þingmanna vegna kosningaloforðs hans um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 17. desember 2018 21:05 Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41 Hótar lokun verði múrinn ekki fjármagnaður Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. 11. desember 2018 22:59 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur neitað að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. Ástæðan er sú að samkvæmt frumvarpinu átti ekki að veita fimm milljörðum dala til að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði blaðamönnum að Trump hefði verulegar áhyggjur af öryggi á landamærum Bandaríkjanna. Því er útlit fyrir að hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna verði lokað á morgun. Frumvarpinu sem forsetinn neitaði að skrifa undir var þó ekki ætlað að fjármagna rekstur ríkisins til langs tíma og hefði einungis náð til 8. febrúar. Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni höfðu mótmælt frumvarpinu og því að engu fé væri veitt til byggingar veggjarins. Stuðningsmenn Trump á þinginu hafa varað forsetann við því að gefa eftir og segja hann eiga að berjast fyrir byggingu veggjarins, sem hann lofaði að byggja í kosningabaráttunni. Hann lofaði einnig að Mexíkó myndi borga fyrir vegginn en yfirvöld Mexíkó sögðu það ekki koma til greina.AP fréttaveitan segir stuðningsmenn Trump halda því fram að endurkjör hans velti á byggingu veggjarins.Þegar Paul Ryan ræddi við blaðamenn sagði hann áhyggjur Trump af landamærunum vera réttmætar og sagði að nú myndu þingmenn koma saman á ný og reyna að finna lausn á málinu. Það er þó alfarið óljóst hvort Repúblikanar hafi meirihluta til að tryggja fjármögnun veggjarins á þessari stundu.Fjölmargir þingmenn flokksins, sem eru að setjast í helgan stein eða töpuðu í kosningunum í nóvember, hafa ekki verið á þingi og ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslum að undanförnu. Þar að auki eru margir öldungadeildarþingmenn farnir heim í jólafrí. Demókratar munu taka við stjórn fulltrúadeildarinnar í byrjun næsta árs. Trump hefur verið margsaga í deilunni á undanförnum dögum. Fyrst krafðist hann fimm milljarða frá þinginu. Svo sagði hann að herinn myndi borga fyrir bygginguna og síðan sagði hann að Demókratar myndu láta hann fá peninga til að byggja vegginn á næsta ári. Síðan virtist hann vera að gefa eftir, þar til nokkrir stuðningsmenn hans í fulltrúadeildinni fóru á fund hans í dag. BREAKING: Speaker Ryan says President Trump will not sign short-term continuing resolution passed by Senate. https://t.co/vNp0vlw0TF pic.twitter.com/PeZWvSF5lo— NBC News (@NBCNews) December 20, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32 Krefjast enn fimm milljarða dala til að byggja vegg Ekkert útlit er fyrir lausn á deilu Donald Trump og þingmanna vegna kosningaloforðs hans um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 17. desember 2018 21:05 Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41 Hótar lokun verði múrinn ekki fjármagnaður Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. 11. desember 2018 22:59 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32
Krefjast enn fimm milljarða dala til að byggja vegg Ekkert útlit er fyrir lausn á deilu Donald Trump og þingmanna vegna kosningaloforðs hans um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 17. desember 2018 21:05
Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41
Hótar lokun verði múrinn ekki fjármagnaður Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. 11. desember 2018 22:59