Erlent

Sendi Snapchat af kynferðislegri áreitni Spacey

Sylvía Hall skrifar
Kevin Spacey hefur verið sakaður um fjölda kynferðisbrota.
Kevin Spacey hefur verið sakaður um fjölda kynferðisbrota. Vísir/Getty

Drengurinn sem hefur sakað Kevin Spacey um kynferðisbrot árið 2016 sendi kærustu sinni myndband af atvikinu á Snapchat. Þetta kom fram í tilkynningu lögreglunnar í Massachusetts á miðvikudag.

Í tilkynningunni segir að drengurinn, sem var 18 ára gamall þegar atvikið átti sér stað, hafi sent kærustu sinni myndbandið þar sem hún hafi ekki trúað honum. Hann hafi sent henni skilaboð um að Spacey hafi verið að reyna við sig, snert sig og borið í sig drykki en lögaldur fyrir áfengisdrykkju í Massachusetts er 21 ár

Í myndbandinu sést Spacey snerta manninn á óviðeigandi hátt og hefur lögregla undir höndum skýrslur frá kærustu mannsins, herbergisfélaga, barþjóni staðarins sem atvikið átti sér stað ásamt fleirum.

Móðir drengsins er Heather Unruh, fyrrverandi sjónvarpskona. Hún greindi opinberlega frá atvikinu í fyrra og kom fram á blaðamannafundi varðandi málið. Hún sagði leikarann hafa hegðað sér á glæpsamlegan hátt og hann væri ekkert minna en kynferðisafbrotamaður.

Móðir drengsins á blaðamannafundi í fyrra. Vísir/Getty

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.