Erlent

Kevin Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot gegn táningi

Kjartan Kjartansson skrifar
Spacey hefur haldið sig frá sviðsljósinu eftir að hann var fyrst sakaður um kynferðislega áreitni í fyrra.
Spacey hefur haldið sig frá sviðsljósinu eftir að hann var fyrst sakaður um kynferðislega áreitni í fyrra. Vísir/EPA

Bandaríski leikarinn Kevin Spacey kemur fyrir dómara í janúar eftir að hann var ákærður fyrir að ráðast kynferðislega á táningsdreng á öldurhúsi í Massachusetts fyrir tveimur árum. Spacey sendi frá sér undarlegt myndband í gær þar sem hann varðist ásökunum í anda persónunnar sem hann lék í þáttunum „Spilaborg“.

Ákæran varðar atvik sem átti sér stað í Nantucket árið 2016. Þá er Spacey sagður hafa keypt áfengi fyrir 18 ára gamlan dreng og síðan káfað á honum. Lögaldur fyrir áfengisdrykkju í Massachusetts er 21 ár. Drengurinn er sonur Heather Unruh, fyrrverandi sjónvarpskonu, sem greindi opinberlega frá atvikinu í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Áður hefur Spacey verið sakaður um kynferðislega áreitni af að minnsta kosti tveimur mönnum. Hann var í kjölfarið rekinn úr hlutverki sínu í „Spilaborg“ og kvikmynd sem hann hafði unnið að var tekin upp aftur án hans.

Spacey hefur ekki komið fram opinberlega frá því að fyrstu ásakanirnar komu fram í nóvember í fyrra. Í gær birti hann hins vegar myndband af sér í anda Frank Underwood, útsmogna stjórnmálamannsins sem hann lék í „Spilaborg“.

„Ég ætla sannarlega ekki að greiða fyrir hluti sem ég gerði ekki. Þú myndir ekki trúa því versta án sannanna, er það?“ segir leikarinn í myndbandinu.
Tengdar fréttir

Íhuga að ákæra Spacey fyrir kynferðisbrot

Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.