Lífið

Fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna í aðalhlutverki lokaþáttaraðar House of Cards

Sylvía Hall skrifar
Robin Wright í hlutverki Claire Underwood.
Robin Wright í hlutverki Claire Underwood.

Ný stikla fyrir þættina House of Cards var birt í dag. Þættirnir, sem framleiddir eru af Netflix, hafa notið mikilla vinsælda og er þetta sjötta þáttaröðin sem er framleidd.

Í fyrstu fimm þáttaröðunum var Kevin Spacey í aðalhlutverki sem pólitíkusinn og síðar meir forsetinn Frank Underwood. Eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni af hálfu Spacey litu dagsins ljós var hann rekinn og mun Robin Wright vera í aðalhlutverki í síðustu þáttaröðinni en hún hefur leikið eiginkonu Spacey til þessa. 

Í stiklunni sést að Claire Underwood, karakter Wright, hefur tekið við forsetastólnum og leikur því fyrsta kvenforseta Bandaríkjanna í þáttunum. Ef marka má stikluna verður starf hennar ekki auðvelt og mun hún mæta allskyns áskorunum í nýju hlutverki sem forseti Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Íhuga að ákæra Spacey fyrir kynferðisbrot

Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.