Segir Obamacare ekki samrýmast stjórnarskrá Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. desember 2018 09:41 Löggjöfin er iðulega kennd við Barack Obama, forvera Trump í embætti. Getty/Bloomber Alríkisdómari í Texas hefur komist að þeirri niðurstöðu að lykilhluti heilbrigðislöggjafarinnar Afoordable Care Act, sem oftast er kallað Obamacare, samrýmist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnar úrskurðinum og líklegt er að málið fari nú fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Samráð 20 ríkja vilja meina að löggjöfin í heild sé ógild eftir breytingar á skattalögum Bandaríkjanna sem samþykktar voru á síðasta ári. Þá var felld úr gildi klausa um að mönnum yrði gerð refsing ef þeir væru ekki með sjúkratryggingu. Trump hét því að afnema Obamacare, sem samþykkt var 2010 og átti að tryggja þeim sjúkratryggingar sem höfðu ekki efni á þeim. Repúblikanar hafa verið í meirihluta á Bandaríkjaþingi síðan Trump tók við sem forseti en þrátt fyrir það eru lögin ennþá í gildi. Árið 2017 var hins vegar felld úr gildi klausa um að menn yrðu að vera með sjúkratryggingu ellegar greiða sérstakan skatt. Trump tók fregnum um úrskurðinn fagnandi á Twitter. Wow, but not surprisingly, ObamaCare was just ruled UNCONSTITUTIONAL by a highly respected judge in Texas. Great news for America! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2018 Hann hvatti einnig Chuck Schumer og Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í þinginu að samþykkja „sterk lög“ sem myndu tryggja „frábæra“ heilbrigðisþjónustu. Úrskurðurinn kom einum degi áður en frestur til að sækja um Obamacare fyrir næsta ár rann út. Sarah Sanders, talskona Hvíta Hússins, segir þó að lögin séu enn í gildi þar til frekari vendingar verða í málinu. Hvíta húsið hefur hvatt fulltrúadeild þingsins til að koma á öðru og betra kerfi í staðinn. En þrátt fyrir að fulltrúar 20 ríkja hafi í sameiningu reynt að fella Obamacare eru önnur ríki á þeirri skoðun að ef Obamacare verði fellt úr gildi muni það valda milljónum Bandaríkjamanna skaða. Nancy Pelosi, forseti öldungadeildar þingsins sagði að úrskurðinn væri grimmdarlegur og fáránlegur og sagði að honum yrði áfrýjað. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Alríkisdómari í Texas hefur komist að þeirri niðurstöðu að lykilhluti heilbrigðislöggjafarinnar Afoordable Care Act, sem oftast er kallað Obamacare, samrýmist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnar úrskurðinum og líklegt er að málið fari nú fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Samráð 20 ríkja vilja meina að löggjöfin í heild sé ógild eftir breytingar á skattalögum Bandaríkjanna sem samþykktar voru á síðasta ári. Þá var felld úr gildi klausa um að mönnum yrði gerð refsing ef þeir væru ekki með sjúkratryggingu. Trump hét því að afnema Obamacare, sem samþykkt var 2010 og átti að tryggja þeim sjúkratryggingar sem höfðu ekki efni á þeim. Repúblikanar hafa verið í meirihluta á Bandaríkjaþingi síðan Trump tók við sem forseti en þrátt fyrir það eru lögin ennþá í gildi. Árið 2017 var hins vegar felld úr gildi klausa um að menn yrðu að vera með sjúkratryggingu ellegar greiða sérstakan skatt. Trump tók fregnum um úrskurðinn fagnandi á Twitter. Wow, but not surprisingly, ObamaCare was just ruled UNCONSTITUTIONAL by a highly respected judge in Texas. Great news for America! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2018 Hann hvatti einnig Chuck Schumer og Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í þinginu að samþykkja „sterk lög“ sem myndu tryggja „frábæra“ heilbrigðisþjónustu. Úrskurðurinn kom einum degi áður en frestur til að sækja um Obamacare fyrir næsta ár rann út. Sarah Sanders, talskona Hvíta Hússins, segir þó að lögin séu enn í gildi þar til frekari vendingar verða í málinu. Hvíta húsið hefur hvatt fulltrúadeild þingsins til að koma á öðru og betra kerfi í staðinn. En þrátt fyrir að fulltrúar 20 ríkja hafi í sameiningu reynt að fella Obamacare eru önnur ríki á þeirri skoðun að ef Obamacare verði fellt úr gildi muni það valda milljónum Bandaríkjamanna skaða. Nancy Pelosi, forseti öldungadeildar þingsins sagði að úrskurðinn væri grimmdarlegur og fáránlegur og sagði að honum yrði áfrýjað.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira