Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2018 23:19 May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. Vísir/ap Theresa May forsætisráðherra Bretlands mun á morgun reyna að sannfæra fulltrúa á breska þinginu um að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2015 og ekki krefjast annarrar um sama mál. May er undir sívaxandi þrýstingi að leyfa þinginu að hafa áhrif á framhald málsins þegar hvorki gengur né rekur að sigla Brexit-sáttmálanum í höfn. Á fimmtudag stóð May af sér vantrauststillögu samflokksmanna en hún er áfram völt í sessi. Hún hefur þegar rætt við þjóðarleiðtoga ýmissa Evrópuríkja en án árangurs. Þeir hafa ekki tekið það í mál að setjast að samningaborðinu að nýju. May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. Hún segir þá einnig að það myndi valda ómældum og óafturkræfum skaða á trúverðugleika stjórnmálanna að boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að sú fyrri hafi verið bindandi. Ef gengið yrði til kosninga að nýju yrðu skilaboðin til þjóðarinnar þau að stjórnvöld færu ekki eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslna. Í þessari viku mun May boða á sinn fund fulltrúa 27 Evrópusambandsríkja til að halda áfram að ræða um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Í samningi May við ESB er kveðið á um að Bretar fari eftir viðskiptareglum á meðan unnið er að varanlegri lausn sem kemur í veg fyrir að koma þurfi upp landamæra-og tollaeftirliti á Írlandi. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04 Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Theresa May forsætisráðherra Bretlands mun á morgun reyna að sannfæra fulltrúa á breska þinginu um að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2015 og ekki krefjast annarrar um sama mál. May er undir sívaxandi þrýstingi að leyfa þinginu að hafa áhrif á framhald málsins þegar hvorki gengur né rekur að sigla Brexit-sáttmálanum í höfn. Á fimmtudag stóð May af sér vantrauststillögu samflokksmanna en hún er áfram völt í sessi. Hún hefur þegar rætt við þjóðarleiðtoga ýmissa Evrópuríkja en án árangurs. Þeir hafa ekki tekið það í mál að setjast að samningaborðinu að nýju. May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. Hún segir þá einnig að það myndi valda ómældum og óafturkræfum skaða á trúverðugleika stjórnmálanna að boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að sú fyrri hafi verið bindandi. Ef gengið yrði til kosninga að nýju yrðu skilaboðin til þjóðarinnar þau að stjórnvöld færu ekki eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslna. Í þessari viku mun May boða á sinn fund fulltrúa 27 Evrópusambandsríkja til að halda áfram að ræða um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Í samningi May við ESB er kveðið á um að Bretar fari eftir viðskiptareglum á meðan unnið er að varanlegri lausn sem kemur í veg fyrir að koma þurfi upp landamæra-og tollaeftirliti á Írlandi.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04 Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31
Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04
Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06