Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2018 19:06 Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. Vísir/AP Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. Þetta er staðhæft í breska dagblaðinu Sunday Times. David Lidington þingmaður Íhaldsflokksins er þannig sagður hafa átt viðræður við þingmenn Verkamannaflokksins um að ná saman þverpólitískri samstöðu um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hefur Gavin Barwell starfsmannastjóri Downingstrætis látið hafa eftir sér að ný þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit væri eina leiðin í þeirri stöðu sem er komin upp vegna Brexit-sáttmála forsætisráðherrans. Síðasta sunnudag fjallaði Sunday Times um fyrirætlanir forsætisráðherrans. Hún hefði í hyggju að slá atkvæðagreiðslunni í þinginu á frest. May þvertók fyrir fullyrðingar blaðamanns en annað kom á daginn nokkrum dögum síðar þegar hún tilkynnti í þinginu að hún hygðist fresta atkvæðagreiðslunni því Brexit-sáttmálinn hefði ekki meirihluta í þinginu. Barwell og Lidington neita því að hafa tekið þátt í baktjaldamakki með Verkamannaflokknum. Barwell sagði í tísti að hann teldi það ekki vera þjóðinni fyrir bestu að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu og þá ætti hann heldur ekki í viðræðum við þingmenn Verkamannaflokksins um að blása til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Damian Hinds menntamálaráðherra í Bretlandi sagði í samtali við Sky News að það stæði ekki til að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til að leysa Brexit-deiluna. Hann bætti við að ný þjóðaratkvæðagreiðsla myndi auka á sundrungu á meðal bresku þjóðarinnar. „Við erum þegar búin að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og nú verðum við að framfylgja vilja þjóðarinnar.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35 Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. Þetta er staðhæft í breska dagblaðinu Sunday Times. David Lidington þingmaður Íhaldsflokksins er þannig sagður hafa átt viðræður við þingmenn Verkamannaflokksins um að ná saman þverpólitískri samstöðu um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hefur Gavin Barwell starfsmannastjóri Downingstrætis látið hafa eftir sér að ný þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit væri eina leiðin í þeirri stöðu sem er komin upp vegna Brexit-sáttmála forsætisráðherrans. Síðasta sunnudag fjallaði Sunday Times um fyrirætlanir forsætisráðherrans. Hún hefði í hyggju að slá atkvæðagreiðslunni í þinginu á frest. May þvertók fyrir fullyrðingar blaðamanns en annað kom á daginn nokkrum dögum síðar þegar hún tilkynnti í þinginu að hún hygðist fresta atkvæðagreiðslunni því Brexit-sáttmálinn hefði ekki meirihluta í þinginu. Barwell og Lidington neita því að hafa tekið þátt í baktjaldamakki með Verkamannaflokknum. Barwell sagði í tísti að hann teldi það ekki vera þjóðinni fyrir bestu að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu og þá ætti hann heldur ekki í viðræðum við þingmenn Verkamannaflokksins um að blása til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Damian Hinds menntamálaráðherra í Bretlandi sagði í samtali við Sky News að það stæði ekki til að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til að leysa Brexit-deiluna. Hann bætti við að ný þjóðaratkvæðagreiðsla myndi auka á sundrungu á meðal bresku þjóðarinnar. „Við erum þegar búin að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og nú verðum við að framfylgja vilja þjóðarinnar.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35 Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30
May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31
Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35
Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04