May snýr tómhent heim frá Brussel Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2018 14:31 Pólitísk framtíð May forsætisráðherra og útgöngu Breta úr ESB er óljós eftir atburði vikunnar. May svaraði spurningum eftir fund með evrópskum leiðtogum í dag. Vísir/EPA Ætli Bretar sér að ganga úr Evrópusambandinu með útgöngusamningi er sá sem Theresa May forsætisráðherra samdi um það eina sem er í boði. Þetta sagði May eftir viðræður hennar við leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel. Hún vildi tryggingar frá ESB til að friða harðlínumenn í eigin flokki en fór bónleið til búðar. May frestaði atkvæðagreiðslu í breska þinginu um útgöngusamning hennar á þriðjudag. Þá var ljóst að samningurinn yrði kolfelldur. Hún stóð af sér vantrauststillögu þingmanna Íhaldsflokksins á miðvikudagskvöld. Forsætisráðherrann hefur síðan freistað þess að fá frekari tryggingar frá Evrópusambandinu um fyrirvara í samningnum til að reyna að vinna honum stuðning í þinginu. Stærsta málið er svonefnd baktrygging um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Í samningi May við ESB er kveðið á um að Bretar fari eftir viðskiptareglum á meðan unnið er að varanlegri lausn sem kemur í veg fyrir að koma þurfi upp landamæra- og tollaeftirliti á Írlandi. May reyndi að fá pólitískar og lagalegar skuldbindingar frá ESB um að baktryggingin yrði tímabundin ráðstöfun. Tilraunir hennar til þess virðast engan árangur hafa borið. Höfnuðu Angela Merkel Þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklandsforseti að semja upp á nýtt.Töldu May ekki tala skýrt um hvað hún þyrfti Eftir fund með leiðtogum sambandsins í Brussel í dag sagði May að mikið verk væri fyrir höndum um hvernig hægt væri að fá frekari tryggingar sem breska þingið krefðist til að samþykkja samninginn. „Ég segi það aftur, það eru yfirgnæfandi hagsmunir allra þjóða okkar, í Evrópusambandinu og Bretlandi, að ljúka þessu af og eins hratt og auðið verður, sagði hún. Evrópskir leiðtogar eru hins vegar sagði hafa verið lítt móttækilegir fyrir kröfum May eftir það sem þeir töldu þvergirðingshátt breska forsætisráðherrans á fundum þeirra í gær. Hún hafi ekki gefið skýr svör um hvað hún þyrfti nákvæmlega til að koma samningnum í gegn. Hún hafi jafnvel farið með gamalt slagorð sitt um að „Brexit þýðir Brexit“. „Að segja „Brexit þýðir Brexit“ meira en tveimur árum eftir að þetta hófst allt var það sem herti hina leiðtogana í afstöðu sinni,“ hefur Reuters eftir einum evrópskum diplómata. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May heldur til Brussel eftir að hafa staðið af sér vantraust Breski forsætisráðherrann vill tryggingar um að málamiðlun um írsku landamærin verði aðeins tímabundin. 13. desember 2018 08:58 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Ætli Bretar sér að ganga úr Evrópusambandinu með útgöngusamningi er sá sem Theresa May forsætisráðherra samdi um það eina sem er í boði. Þetta sagði May eftir viðræður hennar við leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel. Hún vildi tryggingar frá ESB til að friða harðlínumenn í eigin flokki en fór bónleið til búðar. May frestaði atkvæðagreiðslu í breska þinginu um útgöngusamning hennar á þriðjudag. Þá var ljóst að samningurinn yrði kolfelldur. Hún stóð af sér vantrauststillögu þingmanna Íhaldsflokksins á miðvikudagskvöld. Forsætisráðherrann hefur síðan freistað þess að fá frekari tryggingar frá Evrópusambandinu um fyrirvara í samningnum til að reyna að vinna honum stuðning í þinginu. Stærsta málið er svonefnd baktrygging um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Í samningi May við ESB er kveðið á um að Bretar fari eftir viðskiptareglum á meðan unnið er að varanlegri lausn sem kemur í veg fyrir að koma þurfi upp landamæra- og tollaeftirliti á Írlandi. May reyndi að fá pólitískar og lagalegar skuldbindingar frá ESB um að baktryggingin yrði tímabundin ráðstöfun. Tilraunir hennar til þess virðast engan árangur hafa borið. Höfnuðu Angela Merkel Þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklandsforseti að semja upp á nýtt.Töldu May ekki tala skýrt um hvað hún þyrfti Eftir fund með leiðtogum sambandsins í Brussel í dag sagði May að mikið verk væri fyrir höndum um hvernig hægt væri að fá frekari tryggingar sem breska þingið krefðist til að samþykkja samninginn. „Ég segi það aftur, það eru yfirgnæfandi hagsmunir allra þjóða okkar, í Evrópusambandinu og Bretlandi, að ljúka þessu af og eins hratt og auðið verður, sagði hún. Evrópskir leiðtogar eru hins vegar sagði hafa verið lítt móttækilegir fyrir kröfum May eftir það sem þeir töldu þvergirðingshátt breska forsætisráðherrans á fundum þeirra í gær. Hún hafi ekki gefið skýr svör um hvað hún þyrfti nákvæmlega til að koma samningnum í gegn. Hún hafi jafnvel farið með gamalt slagorð sitt um að „Brexit þýðir Brexit“. „Að segja „Brexit þýðir Brexit“ meira en tveimur árum eftir að þetta hófst allt var það sem herti hina leiðtogana í afstöðu sinni,“ hefur Reuters eftir einum evrópskum diplómata.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May heldur til Brussel eftir að hafa staðið af sér vantraust Breski forsætisráðherrann vill tryggingar um að málamiðlun um írsku landamærin verði aðeins tímabundin. 13. desember 2018 08:58 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55
May heldur til Brussel eftir að hafa staðið af sér vantraust Breski forsætisráðherrann vill tryggingar um að málamiðlun um írsku landamærin verði aðeins tímabundin. 13. desember 2018 08:58
May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30