Erlent

Mætt til Washington til að votta Bush virðingu sína

Atli Ísleifsson skrifar
Athöfnin í Washington hefst klukkan 14 að íslenskum tíma.
Athöfnin í Washington hefst klukkan 14 að íslenskum tíma. Getty/Drew Angerer

Fjölmargir núverandi og fyrrverandi leiðtogar ríkja eru mættir til bandarísku höfuðborgarinnar Washington til að votta fyrrverandi forsetanum George H W Bush virðingu sína. Bush, sem gegndi embætti Bandaríkjaforseta á árunum 1989 til 1993, lést um liðna helgi, 94 ára að aldri.

Útförin á sér stað í Washington National Cathedral en hana munu meðal annars Karl Bretaprins, Angela Merkel Þýskalandskanslari, Abdullah Jórdaníukonungur og Lech Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, sækja.

Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Melania munu sömuleiðis vera viðstödd útför þessa 41. forseta Bandaríkjanna, ásamt fyrri forsetum Bandaríkjanna – þeim Jimmy Carter, Bill Clinton, Barack Obama og George W. Bush, sem einnig er sonur Bush eldri.

Samband Trump og Bush-fjölskyldunnar hefur ekki verið sem best eftir að Trump fór ófögrum orðum um Jeb Bush í kosningabaráttunni 2016. Trump mætti ekki í útför Barböru Bush, eiginkonu forsetans fyrrverandi, í apríl á þessu ári.

Donald Trump hefur lýst yfir þjóðarsorg í dag vegna andláts forsetans, en George H W Bush verður jarðsettur í Texas á morgun, við hlið eiginkonunnar Barböru.

Athöfnin í Washington hefst klukkan 14 að íslenskum tíma.


Tengdar fréttir

George Bush eldri látinn

George H.W. Bush var 41. forseti Bandaríkjanna og þjónaði í embætti í eitt kjörtímabil. 1989 til 1993

Þungavigtarfólk stjórnmálanna minnist George Bush eldri

Stjórnmálafólk víðs vegar að úr heiminum minnist nú George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann lést upp úr klukkan tíu í gærkvöldi á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum, 94 ára að aldri. Meðal þeirra sem hafa minnst forsetans eru ýmist sitjandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar þó nokkurra ríkja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.