Erlent

Meina rússneskum körlum aðgang að Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá fundi þjóðaröryggisráðs Úkraínu í morgun.
Frá fundi þjóðaröryggisráðs Úkraínu í morgun. AP/Mykhailo Markiv
Yfirvöld Úkraínu hafa tilkynnt að rússneskum karlmönnum á aldrinum 16-60 verður ekki hleypt inn í landið á meðan herlög eru þar í gildi. Úkraínumenn segjast óttast innrás Rússa í kjölfar þess að Rússar skutu á og hertóku þrjú úkraínsk herskip og 24 sjóliða. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, segir banninu ætlað að koma í veg fyrir myndun „einkaherja“ í Úkraínu.



Vísaði hann þar til aðskilnaðarsinna sem tóku stjórn á stóru svæði í austurhluta Úkraínu árið 2014, með stuðningi Rússa.

Sjá einnig: Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs



Yfirvöld Rússlands segjast ekki ætla að grípa til sambærilegra aðgerða og meina úkraínskum mönnum aðgang að Rússlandi.



Þing Úkraínu samþykkti herlög í tíu héruðum landsins í kjölfar atviksins í Kerchsundi þar sem áðurnefnd skip voru hertekin. Flest þeirra héraða liggja að landamærum Rússlands.

 


Tengdar fréttir

Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum

Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi.

Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga

Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina.

Trump aflýsir fundi með Pútín

Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi hans og Vladimír Pútín vegna deilna rússneskra og úkraínskra stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×