Ætla að bæta varnir á Krímskaga Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2018 11:03 S-400 loftvarnarkerfi í Moskvu. EPA/SERGEI ILNITSKY Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. Spennan á milli Rússlands og Úkraínu hefur aukist til muna eftir að Rússar hertóku þrjú skip sjóhers Úkraínu og handsömuðu áhafnir skipanna. Þing Úkraínu samþykkti í kjölfarið að setja herlög á í stórum hlutum landsins.Samkvæmt AP fréttaveitunni, sem vísar í fjölmiðla í Rússlandi, sagði æðsti yfirmaður rússneska hersins á svæðinu að loftvarnarkerfi af gerðinni S-400 yrði komið fyrir á Krímskaga, til viðbótar við þrjú sem eru þar fyrir. Til stendur að kerfið verði virkt fyrir áramót.Með þessum loftvörnum hafa Rússar stjórn á himninum yfir stórum hluta Svartahafs og öllu Asóvshafi. Þá segir Reuters að rússnesku herskipi, Vice-Admiral Zakharin, hafi verið siglt um Kerchsund og inn á Asóvshaf.Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Innlimunin hefur ekki verið viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð.Hér að neðan má sjá kort af svæðinu. Hægt er að smella á táknin til að fá frekari upplýsingar um hvað þau tákna. Rússar segja skip Úkraínu hafa siglt inn í lögsögu þeirra, án leyfis. Úkraínumenn segja þó að skipaferðirnar hafi verið samkvæmt lögum og að Rússar hafi þar að auki verið látnir vita af þeim. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa heitið stuðningi við Úkraínu og hafa leiðtogar nokkurra ríkja Evrópu rætt sín á milli að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna málsins. 24 úkraínskir sjóliðar eru í haldi Rússa á Krímskaga. Þeir hafa verið ákærðir vegna málsins og eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisvist. Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31 Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35 Trump íhugar að aflýsa fundi með Pútín vegna hertöku skipanna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. 27. nóvember 2018 23:22 Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. Spennan á milli Rússlands og Úkraínu hefur aukist til muna eftir að Rússar hertóku þrjú skip sjóhers Úkraínu og handsömuðu áhafnir skipanna. Þing Úkraínu samþykkti í kjölfarið að setja herlög á í stórum hlutum landsins.Samkvæmt AP fréttaveitunni, sem vísar í fjölmiðla í Rússlandi, sagði æðsti yfirmaður rússneska hersins á svæðinu að loftvarnarkerfi af gerðinni S-400 yrði komið fyrir á Krímskaga, til viðbótar við þrjú sem eru þar fyrir. Til stendur að kerfið verði virkt fyrir áramót.Með þessum loftvörnum hafa Rússar stjórn á himninum yfir stórum hluta Svartahafs og öllu Asóvshafi. Þá segir Reuters að rússnesku herskipi, Vice-Admiral Zakharin, hafi verið siglt um Kerchsund og inn á Asóvshaf.Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Innlimunin hefur ekki verið viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð.Hér að neðan má sjá kort af svæðinu. Hægt er að smella á táknin til að fá frekari upplýsingar um hvað þau tákna. Rússar segja skip Úkraínu hafa siglt inn í lögsögu þeirra, án leyfis. Úkraínumenn segja þó að skipaferðirnar hafi verið samkvæmt lögum og að Rússar hafi þar að auki verið látnir vita af þeim. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa heitið stuðningi við Úkraínu og hafa leiðtogar nokkurra ríkja Evrópu rætt sín á milli að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna málsins. 24 úkraínskir sjóliðar eru í haldi Rússa á Krímskaga. Þeir hafa verið ákærðir vegna málsins og eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisvist.
Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31 Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35 Trump íhugar að aflýsa fundi með Pútín vegna hertöku skipanna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. 27. nóvember 2018 23:22 Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30
Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31
Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35
Trump íhugar að aflýsa fundi með Pútín vegna hertöku skipanna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. 27. nóvember 2018 23:22
Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00