Erlent

InSight baðar sig í sólinni á Mars

Samúel Karl Ólason skrifar
Ein af fyrstu myndunum sem Insight sendi til jarðarinnar.
Ein af fyrstu myndunum sem Insight sendi til jarðarinnar. Vísir/NASA
Geimfarið InSight hefur sent skilaboð til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, um að sólarrafhlöður farsins séu virkar. Geimfarið baðar sig nú í sólinni á Mars og safnar orku fyrir störf komandi mánaða og jafnvel ára. Áætlað er að nota InSigth í um tvö ár en líftími farsins gæti orðið mun lengri.

Sólarrafhlöður InSight eru tvær og eru þær um 2,2 metrar að breidd. Þó Mars sé lengra frá sólinni en jörðin og meira sólarljós þurfi til að hlaða rafhlöður þarf InSight ekki mikið rafmagn til starfa sinna. Sólarrafhlöðurnar skila um 600 til 700 vöttum á góðum degi, sem dugar til að keyra hefðbundinn blandara, en það dugar þó til að InSight geti sinnt störfum sínum.

Á vef Nasa segir að þegar þær séu úti sé stærð alls geimfarsins á við blæjubíl frá sjöunda áratug síðustu aldar.



Á næstu dögum mun InSight taka myndir af sínu nánasta umhverfi svo vísindamenn NASA geti ákveðið hvar vísindabúnaður farsins verði lagður niður. Það ferli mun taka tvo til þrjá mánuði, samkvæmt NASA. Þangað til mun InSight taka veðurmælingar og myndir frá nýja heimili sínu, Elysium Planitia.


Tengdar fréttir

Lentu geimfari á Mars

Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×