Erlent

Lentu geimfari á Mars

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er.
Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er. NASA
Lendingarfar NASA InSight lenti á plánetunni Mars laust fyrir klukkan átta að íslenskum tíma í kvöld. Þetta er átjánda tilraunin sem gerð er til að lenda geimfari á Mars en tíu hafa misheppnast.

Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er.

InSight er meðal annars ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð plánetunnar og kortleggja hana inn að kjarna. Ferðin til Mars hefur verið rúmlega tíu ár í þróunarferli. Rannsóknarstarf tekur nú við en vísindamenn NASA þurfa þó að bíða í rúma þrjá mánuði til að hefja rannsóknir því InSight þarf að koma fyrir ýmsum tæknibúnaði.

Heimsbyggðin fylgdist með lendingunni með öndina í hálsinum en NASA var með beina útsendingu á heimasíðu sinni en þegar mest var voru um hundrað og fimmtíu milljónir að horfa á útsendinguna.

Heilmikil fagnaðarlæti brutust út í höfuðstöðvum NASA þegar tillkynning barst að lendingin hefði tekist.

Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa viðbrögð starfsfólks NASA þegar góðu fréttirnar bárust.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×