Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 08:22 Slökkviliðsmaður að störfum í norðurhluta Kaliforníu þann 9. nóvember síðastliðinn. AP/Noah Berger 42 eru nú látnir af völdum Camp-eldsins sem geisar í norðurhluta Kaliforníuríkis. Eldurinn er þar með orðinn sá mannskæðasti í sögu ríkisins. Kjarreldar í Kaliforníu hafa nú samtals dregið 44 til dauða síðustu daga. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. Camp-eldurinn hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu en yfir sjö þúsund byggingar hafa orðið eldinum að bráð. Þá hefur bærinn Paradise brunnið til grunna og um 50 þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín þar sem eldurinn geisar. Þá logar Woolsey-eldurinn enn í grennd við Los Angeles og hafa tveir týnt lífi vegna hans. 57 þúsund mannvirki eru sögð í hættu vegna eldsvoðans. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því seint í gærkvöldi að hann hefði samþykkt að lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfara í Kaliforníu. Ríkisstjóri Kaliforníu, Jerry Brown, lagði fram opinbera beiðni þess efnis en yfirlýsing neyðarástands tryggir frekari aðstoð frá alríkinu vegna eldanna. „[Ég] Vildi bregðast hratt við til að lina þær ótrúlegu þjáningar sem eru í gangi. Ég er með ykkur alla leið,“ skrifaði Trump.I just approved an expedited request for a Major Disaster Declaration for the State of California. Wanted to respond quickly in order to alleviate some of the incredible suffering going on. I am with you all the way. God Bless all of the victims and families affected.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 13, 2018 Trump hefur þó kennt yfirvöldum í Kaliforníu um umfang eldanna. Hann lýsti því yfir um helgina að stjórnun á skóglendinu væri ábótavant og því hefðu eldarnir breiðst svo hratt út. Þá hefur hann hótað að stöðva fjárútlát til ríkisins í baráttu við eldana. Bandaríkin Donald Trump Skógareldar Tengdar fréttir Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53 „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41 Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
42 eru nú látnir af völdum Camp-eldsins sem geisar í norðurhluta Kaliforníuríkis. Eldurinn er þar með orðinn sá mannskæðasti í sögu ríkisins. Kjarreldar í Kaliforníu hafa nú samtals dregið 44 til dauða síðustu daga. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. Camp-eldurinn hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu en yfir sjö þúsund byggingar hafa orðið eldinum að bráð. Þá hefur bærinn Paradise brunnið til grunna og um 50 þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín þar sem eldurinn geisar. Þá logar Woolsey-eldurinn enn í grennd við Los Angeles og hafa tveir týnt lífi vegna hans. 57 þúsund mannvirki eru sögð í hættu vegna eldsvoðans. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því seint í gærkvöldi að hann hefði samþykkt að lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfara í Kaliforníu. Ríkisstjóri Kaliforníu, Jerry Brown, lagði fram opinbera beiðni þess efnis en yfirlýsing neyðarástands tryggir frekari aðstoð frá alríkinu vegna eldanna. „[Ég] Vildi bregðast hratt við til að lina þær ótrúlegu þjáningar sem eru í gangi. Ég er með ykkur alla leið,“ skrifaði Trump.I just approved an expedited request for a Major Disaster Declaration for the State of California. Wanted to respond quickly in order to alleviate some of the incredible suffering going on. I am with you all the way. God Bless all of the victims and families affected.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 13, 2018 Trump hefur þó kennt yfirvöldum í Kaliforníu um umfang eldanna. Hann lýsti því yfir um helgina að stjórnun á skóglendinu væri ábótavant og því hefðu eldarnir breiðst svo hratt út. Þá hefur hann hótað að stöðva fjárútlát til ríkisins í baráttu við eldana.
Bandaríkin Donald Trump Skógareldar Tengdar fréttir Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53 „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41 Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53
„Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00
Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41
Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19