Innlent

Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu

Andri Eysteinsson skrifar
Eldarnir hafa skilið eftir sviðna jörð.
Eldarnir hafa skilið eftir sviðna jörð. Getty/Justin Sullivan

Gríðarmiklir kjarreldar loga nú í Kaliforníu. Camp-eldurinn í norðurhluta ríkisins hefur skilið eftir sig sviðna jörð og hafa 29 látist hið minnsta.

Bærinn Paradise í Butte sýslu varð eldinum að bráð um helgina eins og fjallað hefur verið um á Vísi.

Fangar í Butte-sýslu hafa aðstoðað slökkviliðsmenn við störf þeirra.

Samkvæmt CNBC vinna nú 200 sjálfboðaliðar úr röðum fanga hörðum höndum við að ráða niðurlögum eldsins.

Vinna fanganna er hluti af verkefni fangelsisyfirvalda, föngum stendur til boða að starfa sem slökkviliðsmenn á meðan að á dvöl þeirra í fangelsi stendur yfir.

Fangarnir fá tvo dali í laun á hverjum degi en þegar slökkva þarf elda fá fangarnir 1 dal á tímann. Fangarnir fá einnig fangelsisvist sína stytta taki þeir þátt í verkefninu.

Síðasta sumar, í Mendocino-eldinum, unnu yfir 2000 fangar að slökkvistarfi auk um 12.000 annarra slökkviliðsmanna eftir því sem kemur fram á vef CNBC og í færslu á Twitter-síðu fangelsisyfirvalda.


Tengdar fréttir

„Paradís er horfin“

Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa.

Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu

Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.