Erlent

Mexíkóar bjóða förufólkinu að sækja um hæli

Samúel Karl Ólason skrifar
Ekki liggur fyrir hve margir eru í hópnum en sendiherra Hondúras í Mexíkó nefndi 3.500 manns í dag.
Ekki liggur fyrir hve margir eru í hópnum en sendiherra Hondúras í Mexíkó nefndi 3.500 manns í dag. AP/Rodrigo Abd
Forseti Mexíkó hefur boðið fjölda fólks sem er á gangi frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna að sækja um hæli í Mexíkó. Þar geti þau fundið sér vinnu og menntun fyrir börn sín.

Umræddur hópur hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í Bandaríkjunum og þá hvað mest hjá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann ætlar jafnvel að senda 800 hermenn til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó og hefur hótað því að loka landamærunum algerlega með hervaldi. Sömuleiðis hefur hann hótað að hætta fjárhagslegum stuðningi við Hondúras, Gvatemala og El Salvador.

Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, hefur stungið upp á því að fólkið geti sótt um hæli í suðurhluta landsins, þar sem það er nú statt. Það gæti verið fyrsta skrefið fyrir fólkið til að fá varanlega lausn og hæli í landinu sem flóttafólk.

Hins vegar hafa embættismenn þar í landi sagt að þeir sem eigi ekki rétt á stöðu flóttafólks verði sent aftur úr landi.

Ekki liggur fyrir hve margir eru í hópnum en sendiherra Hondúras í Mexíkó nefndi 3.500 manns í dag. Yfirvöld Mexíkó segja að þegar hafi rúmlega 1.700 manns sótt um hæli og einhverjir hafi snúið við.


Tengdar fréttir

Þúsundir ganga enn í norðurátt

Afar fjölmenn flóttamannalest hélt áfram för sinni til Bandaríkjanna. Kvef hrjáir flóttamennina. Enn er langt í Bandaríkin. Þar ræða Repúblikanar lestina af miklum móð. Demókratar halda sig hins vegar til hlés.

Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó

Liðsflutningarnir eru sagðir beint svar við áhyggjum Trump forseta af hópi flóttafólks frá Hondúras sem reynir að komast fótgangandi til Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.