Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 16:50 Förufólkið frá Hondúras er meðal annars að flýja eina verstu glæpaöldu í heiminum og fátækt. Fjöldi barna er í hópnum sem stefnir nú að Bandaríkjunum. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að senda 800 hermenn til viðbótar að suðurlandamærunum að Mexíkó. Herflutningarnir eru sagðir viðbragð við fréttum af hópi miðamerísks förufólks sem forseti hefur staðhæft að valdi neyðarástandi í Bandaríkjunum. Förufólkið hefur orðið að miðpunkti orðræðu Trump í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar sem fara fram eftir tæpar tvær vikur. Virðist ætlun hans að nota andúð stuðningsmanna sinna á innflytjendum til þess að hleypa þeim kappi í kinn fyrir kosningarnar. Trump hótaði því meðal annars að loka landamærunum algerlega með hervaldi til að hefta för fólksins og að hætta fjárhagslegum stuðningi við Hondúras, Gvatemala og El Salvador. Nú staðfesta bandarískir embættismenn að ætlunin sé að senda um 800 hermenn til að aðstoða við gæslu við landamærin. Þar eru fyrir um 2.100 þjóðvarðliðar við landamæraeftirlit. Washington Post segir að búist sé við því að James Mattis, varnarmálaráðherra, samþykki liðsflutninginn síðar í dag. Hópur förufólksins lagði upp frá Hondúras og taldi fólkið þá einhver þúsund. Í hópnum er fjöldi fjölskyldna og barna. Talið er að fólkið ferðist í hóp til þess að verja sig fyrir ýmsum hættum á leiðinni norður eftir Mið-Ameríku og Mexíkó, þar á meðal gegn glæpagengjum og fólkssmyglurum. Fréttir undanfarinna daga herma að hópurinn hafi að einhverju leyti tvístrast í Mexíkó en hann enn fjarri landamærunum að Bandaríkjunum. Trump hefur farið með staðlausa stafi um hópinn undanfarna daga. Þannig fullyrti hann að í hópnum væri að finna glæpamenn og „óþekkta Miðausturlandabúa“. Ekkert hefur komið fram sem rennir stoðum undir þá fullyrðingu. Þegar forsetinn var inntur eftir sönnunum fyrir þessum fullyrðingum viðurkenndi hann að engar slíkar væru fyrir hendi. Bandaríkin Donald Trump Gvatemala Mexíkó Norður-Ameríka Tengdar fréttir Fréttamaður faldi sig í runna til að afhjúpa ólöglega innflytjendur Griff Jenkins, fréttamaður Fox News í Bandaríkjunum, virðist hafa tekið lögin í sínar eigin hendur á dögunum er hann faldi sig í runna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til þess að afjúpa tilraun hóps ólöglegra innflytjenda til þess að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. 24. október 2018 22:58 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að senda 800 hermenn til viðbótar að suðurlandamærunum að Mexíkó. Herflutningarnir eru sagðir viðbragð við fréttum af hópi miðamerísks förufólks sem forseti hefur staðhæft að valdi neyðarástandi í Bandaríkjunum. Förufólkið hefur orðið að miðpunkti orðræðu Trump í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar sem fara fram eftir tæpar tvær vikur. Virðist ætlun hans að nota andúð stuðningsmanna sinna á innflytjendum til þess að hleypa þeim kappi í kinn fyrir kosningarnar. Trump hótaði því meðal annars að loka landamærunum algerlega með hervaldi til að hefta för fólksins og að hætta fjárhagslegum stuðningi við Hondúras, Gvatemala og El Salvador. Nú staðfesta bandarískir embættismenn að ætlunin sé að senda um 800 hermenn til að aðstoða við gæslu við landamærin. Þar eru fyrir um 2.100 þjóðvarðliðar við landamæraeftirlit. Washington Post segir að búist sé við því að James Mattis, varnarmálaráðherra, samþykki liðsflutninginn síðar í dag. Hópur förufólksins lagði upp frá Hondúras og taldi fólkið þá einhver þúsund. Í hópnum er fjöldi fjölskyldna og barna. Talið er að fólkið ferðist í hóp til þess að verja sig fyrir ýmsum hættum á leiðinni norður eftir Mið-Ameríku og Mexíkó, þar á meðal gegn glæpagengjum og fólkssmyglurum. Fréttir undanfarinna daga herma að hópurinn hafi að einhverju leyti tvístrast í Mexíkó en hann enn fjarri landamærunum að Bandaríkjunum. Trump hefur farið með staðlausa stafi um hópinn undanfarna daga. Þannig fullyrti hann að í hópnum væri að finna glæpamenn og „óþekkta Miðausturlandabúa“. Ekkert hefur komið fram sem rennir stoðum undir þá fullyrðingu. Þegar forsetinn var inntur eftir sönnunum fyrir þessum fullyrðingum viðurkenndi hann að engar slíkar væru fyrir hendi.
Bandaríkin Donald Trump Gvatemala Mexíkó Norður-Ameríka Tengdar fréttir Fréttamaður faldi sig í runna til að afhjúpa ólöglega innflytjendur Griff Jenkins, fréttamaður Fox News í Bandaríkjunum, virðist hafa tekið lögin í sínar eigin hendur á dögunum er hann faldi sig í runna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til þess að afjúpa tilraun hóps ólöglegra innflytjenda til þess að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. 24. október 2018 22:58 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Fréttamaður faldi sig í runna til að afhjúpa ólöglega innflytjendur Griff Jenkins, fréttamaður Fox News í Bandaríkjunum, virðist hafa tekið lögin í sínar eigin hendur á dögunum er hann faldi sig í runna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til þess að afjúpa tilraun hóps ólöglegra innflytjenda til þess að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. 24. október 2018 22:58
Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44