Enski boltinn

Mata dregur úr blogginu vegna slæms gengis United

Juan Mata er í smá bloggpásu.
Juan Mata er í smá bloggpásu. vísir/getty
Juan Mata, leikmaður Manchester United, er ekki bara öflugur fótboltamaður heldur er hann fínasti penni og einn af síðustu bloggurunum. Hann hefur um langa hríð haldið úti virkri bloggsíðu þar sem að hann skrifar um lífið og fótboltann.

En, nú ætlar hann í smá pásu. Honum finnst ekki eðlilegt að vera að skrifa mikið þegar að Manchester United gengur jafnilla og raun ber vitni en liðið er í mikilli krísu undir stjórn José Mourinho.

Margir biðu eflaust spenntir eftir nýjustu bloggfærslu kappans því næsti leikur United er í kvöld á móti Valencia en Mata spilaði lengi með spænska liðinu.

„Sæl, öll. Í dag er bloggfærsla mín styttri en vanalega. Í raun er þetta enginn tími til að blogga. Ég vil þakka ykkur öllum sem styðja okkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Ég skil pirring ykkar. Næsti leikur er sérstakur fyrir mig en umfram allt er þetta tækifæri fyrir liðið til að komast aftur á sigurbraut,“ skrifar Mata og biður að heilsa.

Þrátt fyrir að vera öflugur penni og nota samfélagsmiðla mikið til að tengjast aðdáendum sínum og Manchester United hefur aldrei neitt vandamál komið upp hjá Mata en notkun samfélagsmiðla er heitt mál á Old Trafford þessa dagana.

Síðasta uppnámið varð eftir tap United gegn Derby í deildabikarnum þegar að Mourinho þótti ósáttur við Instagramfærslu Pauls Pogba en myndband af Portúgalanum að ræða það við miðjumanninn náðist á æfingu liðsins daginn eftir.


Tengdar fréttir

Mourinho: Pogba var aldrei varafyrirliði

Fátt annað var rætt um á blaðamannafundi Jose Mourinho í gær en samband hans og miðjumannsins Paul Pogba en sambandið þar virðist ekki gott.

Pogba spilar á morgun: „Hvaða rifrildi?“

Jose Mourinho sat fyrir svörum blaðamanna í dag fyrir leik Manchester United og West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Mál Mourinho og Pogba var að sjálfsögðu það sem brann á allra vörum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×