Enski boltinn

Mourinho: Pogba var aldrei varafyrirliði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho var hress í gær.
Mourinho var hress í gær. vísir/getty
Fátt annað var rætt um á blaðamannafundi Jose Mourinho í gær en samband hans og miðjumannsins Paul Pogba en sambandið þar virðist ekki gott.

Fyrr í vikunni sagði Jose að Pogba yrði aldrei aftur fyrirliði hjá United, að minnsta kosti ekki meðan Portúgalinn er með möppuna á hliðarlínunni.

„Paul var aldrei varafyrirliði. Valencia er fyrirliði og síðan vorum við með hóp af varafyrirliðum; einn daginn var það David de Gea, einn daginn Ashley Young og einn daginn Chris Smalling.”

„Ég hugsaði um Paul á síðustu leiktík því hann er af annarri kynslóð og fyrirliði framtíðarinnar en Paul var aldrei varafyrirliði, því við erum ekki með neinn varafyrirliða.”

„Ef Valencia er að spila þá er hann fyririlði. Ef hann er ekki að spila þá reyni ég að finna einhvern annan,” sagði Portúgalinn hress eins og alltaf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×