Netið á Old Trafford ástæða kuldans á milli Jose og Pogba Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. september 2018 07:30 Paul Pogba var mættur í stúkuna á Old Trafford á þriðjudagskvöld vísir/getty Jamie Jackson, blaðamaður Guardian sem sérhæfir sig í málum tengdum Manchester United, hefur upplýst afhverju Jose Mourinho og Paul Pogba áttu í ansi kuldalegum samskiptum á æfingu í gær. Í gær birti SkySports fréttastofan myndband af æfingu United þar sem Pogba sést koma labbandi og heilsa þeim sem verða á vegi hans hressilega. Hann kemur svo að Mourinho og samskipti þeirra voru heldur kuldaleg. Myndbandið var birt í kjölfarið á að Mourinho staðfesti við blaðamenn að Pogba yrði aldrei aftur fyrirliði undir hans stjórn. Þessi samskipti á æfingunni tengdust því máli þó ekki, ef Jackson hefur rétt fyrir sér. Hann segir kuldann á æfingunni hafa verið vegna þess að Mourinho hélt að Pogba hefði verið að hlæja að tapi United fyrir Derby í deildarbikarnum á þriðjudag. United tapaði í vítaspyrnukeppni og er úr leik í bikarnum. Pogba var ekki í leikmannahóp United en var í stúkunni og horfði á leikinn. Hann setti myndband á Instagram af sér hlæjandi á vellinum. Myndbandið var hins vegar tekið upp á meðan leiknum stóð en ekki sett inn á Instagram fyrr en klukkutíma seinna vegna vandræða með netsambandið. „Allir aðilar skilja nú hvað gerðist og misskilningurinn hefur verið leiðréttur,“ skrifaði Jackson á Twitter. Hvort sem þetta reynist rétt eða ekki hjá Jackson virðist ljóst að sama hverju Mourinho heldur fram þá er greinilega ekki allt í blóma á milli þessara tveggja og það virðist aðeins tímaspursmál hvenær annar þarf að víkja.Jose-Pogba training ground incident happened because Jose thought Pogba’s Instagram story had him laughing at Utd defeat to Derby when it was actually filmed during game but posted about hour later due to WIFI issue / all parties now understand why the confusion — jamie jackson (@JamieJackson___) September 26, 2018 Enski boltinn Tengdar fréttir Stjórn United stendur með Mourinho í baráttunni við Pogba Paul Pogba er sagður á útleið frá Manchester United. 26. september 2018 10:48 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? Sjá meira
Jamie Jackson, blaðamaður Guardian sem sérhæfir sig í málum tengdum Manchester United, hefur upplýst afhverju Jose Mourinho og Paul Pogba áttu í ansi kuldalegum samskiptum á æfingu í gær. Í gær birti SkySports fréttastofan myndband af æfingu United þar sem Pogba sést koma labbandi og heilsa þeim sem verða á vegi hans hressilega. Hann kemur svo að Mourinho og samskipti þeirra voru heldur kuldaleg. Myndbandið var birt í kjölfarið á að Mourinho staðfesti við blaðamenn að Pogba yrði aldrei aftur fyrirliði undir hans stjórn. Þessi samskipti á æfingunni tengdust því máli þó ekki, ef Jackson hefur rétt fyrir sér. Hann segir kuldann á æfingunni hafa verið vegna þess að Mourinho hélt að Pogba hefði verið að hlæja að tapi United fyrir Derby í deildarbikarnum á þriðjudag. United tapaði í vítaspyrnukeppni og er úr leik í bikarnum. Pogba var ekki í leikmannahóp United en var í stúkunni og horfði á leikinn. Hann setti myndband á Instagram af sér hlæjandi á vellinum. Myndbandið var hins vegar tekið upp á meðan leiknum stóð en ekki sett inn á Instagram fyrr en klukkutíma seinna vegna vandræða með netsambandið. „Allir aðilar skilja nú hvað gerðist og misskilningurinn hefur verið leiðréttur,“ skrifaði Jackson á Twitter. Hvort sem þetta reynist rétt eða ekki hjá Jackson virðist ljóst að sama hverju Mourinho heldur fram þá er greinilega ekki allt í blóma á milli þessara tveggja og það virðist aðeins tímaspursmál hvenær annar þarf að víkja.Jose-Pogba training ground incident happened because Jose thought Pogba’s Instagram story had him laughing at Utd defeat to Derby when it was actually filmed during game but posted about hour later due to WIFI issue / all parties now understand why the confusion — jamie jackson (@JamieJackson___) September 26, 2018
Enski boltinn Tengdar fréttir Stjórn United stendur með Mourinho í baráttunni við Pogba Paul Pogba er sagður á útleið frá Manchester United. 26. september 2018 10:48 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? Sjá meira
Stjórn United stendur með Mourinho í baráttunni við Pogba Paul Pogba er sagður á útleið frá Manchester United. 26. september 2018 10:48