Enski boltinn

Hughes um rifrildi Pogba og Mourinho: „Stjórar þurfa skilja leikmennina“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hughes er goðsögn hjá United.
Hughes er goðsögn hjá United. vísir/getty
Mark Hughes, stjóri Southampton, segir að hver stjóri þurfi að finna hvað fái hvern einasta leikmann til þess að virka er hann ræddi um rifrildi Jose Mourinho og Paul Pogba.

Mikill hiti virðist þeirra á milli og á blaðamannafundi í gær var Hughes aðspurður út í þessa stöðu milli þessara tveggja.

„Þetta er ekki auðvelt. Þú ert með fjölbreyttan hóp og í hverju búningsherbergi er þetta mismunandi, sérstaklega þegar við erum á hæsta stigi,” sagði Hughes, sem lék á árum áður með United.

„Þú ert með mismunandi leikmenn frá mismunandi löndum og þar er öðruvísi menning. Þú getur ekki látið eitt ganga yfir alla. Þú verður að þekkja leikmennina og vita hvernig leikmennirnir virka.”

„Mitt starf sem stjóri er að fá það besta út úr leikmönnunum. Stundum geriru það ekki rétt og færð ekki þau viðbrögð sem þú vilt en við reynum á hverjum einasta degi.”

Southampton spilar við nýliða Wolves um helgina en Southampton hefur ekki unnið í síðustu þremur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×