Pogba spilar á morgun: „Hvaða rifrildi?“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. september 2018 13:22 José Mourinho er stjóri Manchester United Vísir/Getty Jose Mourinho sat fyrir svörum blaðamanna í dag fyrir leik Manchester United og West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Mál Mourinho og Pogba var að sjálfsögðu það sem brann á allra vörum. Pogba og Mourinho hafa átt fyrirsagnir allra blaða og miðla síðustu daga eftir að Mourinho tók af honum varafyrirliðabandið. Það virtist greinilegt að samband stjórans og miðjumannsins væri í molum og menn kepptust við að færa af því fréttir að Pogba væri á förum í janúar. United sækir West Ham heim í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni á morgun og vildu blaðamenn vita hvort Frakkinn yrði í byrjunarliðinu. Mourinho sagði hann yrði þar, það hefði aldrei hvarlað að honum að bekkja Pogba. „Sambandið á milli leikmanns og knattspyrnustjóra er gott. Það er ekkert meira samaband á milli fyrirliða, eða eins af fyrirliðunum, og stjórans,“ sagði Mourinho.Paul Pogba er sagður ósáttur við Mourinho.vísir/getty„Það æfði enginn betur en Paul á þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag eða föstudag. Sumir æfðu eins vel og hann en enginn æfði betur og hann spilar á morgun.“ „Enginn leikmaður er stærri en félagið. Ef ég er sáttur við vinnuframlag hans þá spilar hann. Ég er mjög ánægður með vinnuframlag hans í vikunni.“ „Liðið þarf á góðum leikmönnum að halda, hann er góður leikmaður. Liðið þarf á leikmönnum með karakter, hann er með karakter. Svo hann spilar á morgun.“ Á miðvikudag birti Sky Sports myndband af æfingu United þar sem Pogba og Mourinho áttu í kuldalegum samskiptum. Spurður út í myndbandið hafði Mourinho þetta að segja: „Þetta kemur oft fyrir. Ég á samtöl við leikmennina marg oft. Hávær gagnrýni og háværar skipanir eiga sér stað á hverjum degi. Þjálfun snýst um það.“ „Þið búið til einhverjar fréttir úr þessu svo ég er mjög ánægður með að það eru bara opnar æfingar í fimmtán mínútur einu sinni á mánuði.“ „Hvaða rifrildi? Þetta var ekki rifrildi,“ sagði Jose Mourinho. Enski boltinn Tengdar fréttir Keown: Wenger og Ferguson gagnrýndu aldrei leikmenn opinberlega eins og Mourinho Fyrrverandi miðvörður Arsenal hefði viljað sjá Mourinho og Pogba leysa sín mál inn á skrifstofu. 27. september 2018 12:30 Netið á Old Trafford ástæða kuldans á milli Jose og Pogba Jamie Jackson, blaðamaður Guardian sem sérhæfir sig í málum tengdum Manchester United, hefur upplýst afhverju Jose Mourinho og Paul Pogba áttu í ansi kuldalegum samskiptum á æfingu í gær. 27. september 2018 07:30 Hughes um rifrildi Pogba og Mourinho: „Stjórar þurfa skilja leikmennina“ Mark Hughes, stjóri Southampton, segir að hver stjóri þurfi að finna hvað fái hvern einasta leikmann til þess að virka er hann ræddi um rifrildi Jose Mourinho og Paul Pogba. 27. september 2018 22:00 Stjórn United stendur með Mourinho í baráttunni við Pogba Paul Pogba er sagður á útleið frá Manchester United. 26. september 2018 10:48 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Sjá meira
Jose Mourinho sat fyrir svörum blaðamanna í dag fyrir leik Manchester United og West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Mál Mourinho og Pogba var að sjálfsögðu það sem brann á allra vörum. Pogba og Mourinho hafa átt fyrirsagnir allra blaða og miðla síðustu daga eftir að Mourinho tók af honum varafyrirliðabandið. Það virtist greinilegt að samband stjórans og miðjumannsins væri í molum og menn kepptust við að færa af því fréttir að Pogba væri á förum í janúar. United sækir West Ham heim í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni á morgun og vildu blaðamenn vita hvort Frakkinn yrði í byrjunarliðinu. Mourinho sagði hann yrði þar, það hefði aldrei hvarlað að honum að bekkja Pogba. „Sambandið á milli leikmanns og knattspyrnustjóra er gott. Það er ekkert meira samaband á milli fyrirliða, eða eins af fyrirliðunum, og stjórans,“ sagði Mourinho.Paul Pogba er sagður ósáttur við Mourinho.vísir/getty„Það æfði enginn betur en Paul á þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag eða föstudag. Sumir æfðu eins vel og hann en enginn æfði betur og hann spilar á morgun.“ „Enginn leikmaður er stærri en félagið. Ef ég er sáttur við vinnuframlag hans þá spilar hann. Ég er mjög ánægður með vinnuframlag hans í vikunni.“ „Liðið þarf á góðum leikmönnum að halda, hann er góður leikmaður. Liðið þarf á leikmönnum með karakter, hann er með karakter. Svo hann spilar á morgun.“ Á miðvikudag birti Sky Sports myndband af æfingu United þar sem Pogba og Mourinho áttu í kuldalegum samskiptum. Spurður út í myndbandið hafði Mourinho þetta að segja: „Þetta kemur oft fyrir. Ég á samtöl við leikmennina marg oft. Hávær gagnrýni og háværar skipanir eiga sér stað á hverjum degi. Þjálfun snýst um það.“ „Þið búið til einhverjar fréttir úr þessu svo ég er mjög ánægður með að það eru bara opnar æfingar í fimmtán mínútur einu sinni á mánuði.“ „Hvaða rifrildi? Þetta var ekki rifrildi,“ sagði Jose Mourinho.
Enski boltinn Tengdar fréttir Keown: Wenger og Ferguson gagnrýndu aldrei leikmenn opinberlega eins og Mourinho Fyrrverandi miðvörður Arsenal hefði viljað sjá Mourinho og Pogba leysa sín mál inn á skrifstofu. 27. september 2018 12:30 Netið á Old Trafford ástæða kuldans á milli Jose og Pogba Jamie Jackson, blaðamaður Guardian sem sérhæfir sig í málum tengdum Manchester United, hefur upplýst afhverju Jose Mourinho og Paul Pogba áttu í ansi kuldalegum samskiptum á æfingu í gær. 27. september 2018 07:30 Hughes um rifrildi Pogba og Mourinho: „Stjórar þurfa skilja leikmennina“ Mark Hughes, stjóri Southampton, segir að hver stjóri þurfi að finna hvað fái hvern einasta leikmann til þess að virka er hann ræddi um rifrildi Jose Mourinho og Paul Pogba. 27. september 2018 22:00 Stjórn United stendur með Mourinho í baráttunni við Pogba Paul Pogba er sagður á útleið frá Manchester United. 26. september 2018 10:48 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Sjá meira
Keown: Wenger og Ferguson gagnrýndu aldrei leikmenn opinberlega eins og Mourinho Fyrrverandi miðvörður Arsenal hefði viljað sjá Mourinho og Pogba leysa sín mál inn á skrifstofu. 27. september 2018 12:30
Netið á Old Trafford ástæða kuldans á milli Jose og Pogba Jamie Jackson, blaðamaður Guardian sem sérhæfir sig í málum tengdum Manchester United, hefur upplýst afhverju Jose Mourinho og Paul Pogba áttu í ansi kuldalegum samskiptum á æfingu í gær. 27. september 2018 07:30
Hughes um rifrildi Pogba og Mourinho: „Stjórar þurfa skilja leikmennina“ Mark Hughes, stjóri Southampton, segir að hver stjóri þurfi að finna hvað fái hvern einasta leikmann til þess að virka er hann ræddi um rifrildi Jose Mourinho og Paul Pogba. 27. september 2018 22:00
Stjórn United stendur með Mourinho í baráttunni við Pogba Paul Pogba er sagður á útleið frá Manchester United. 26. september 2018 10:48