Enski boltinn

Pogba spilar á morgun: „Hvaða rifrildi?“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
José Mourinho er stjóri Manchester United
José Mourinho er stjóri Manchester United Vísir/Getty
Jose Mourinho sat fyrir svörum blaðamanna í dag fyrir leik Manchester United og West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Mál Mourinho og Pogba var að sjálfsögðu það sem brann á allra vörum.

Pogba og Mourinho hafa átt fyrirsagnir allra blaða og miðla síðustu daga eftir að Mourinho tók af honum varafyrirliðabandið. Það virtist greinilegt að samband stjórans og miðjumannsins væri í molum og menn kepptust við að færa af því fréttir að Pogba væri á förum í janúar.

United sækir West Ham heim í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni á morgun og vildu blaðamenn vita hvort Frakkinn yrði í byrjunarliðinu. Mourinho sagði hann yrði þar, það hefði aldrei hvarlað að honum að bekkja Pogba.

„Sambandið á milli leikmanns og knattspyrnustjóra er gott. Það er ekkert meira samaband á milli fyrirliða, eða eins af fyrirliðunum, og stjórans,“ sagði Mourinho.

Paul Pogba er sagður ósáttur við Mourinho.vísir/getty
„Það æfði enginn betur en Paul á þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag eða föstudag. Sumir æfðu eins vel og hann en enginn æfði betur og hann spilar á morgun.“

„Enginn leikmaður er stærri en félagið. Ef ég er sáttur við vinnuframlag hans þá spilar hann. Ég er mjög ánægður með vinnuframlag hans í vikunni.“

„Liðið þarf á góðum leikmönnum að halda, hann er góður leikmaður. Liðið þarf á leikmönnum með karakter, hann er með karakter. Svo hann spilar á morgun.“

Á miðvikudag birti Sky Sports myndband af æfingu United þar sem Pogba og Mourinho áttu í kuldalegum samskiptum. Spurður út í myndbandið hafði Mourinho þetta að segja:

„Þetta kemur oft fyrir. Ég á samtöl við leikmennina marg oft. Hávær gagnrýni og háværar skipanir eiga sér stað á hverjum degi. Þjálfun snýst um það.“

„Þið búið til einhverjar fréttir úr þessu svo ég er mjög ánægður með að það eru bara opnar æfingar í fimmtán mínútur einu sinni á mánuði.“

„Hvaða rifrildi? Þetta var ekki rifrildi,“ sagði Jose Mourinho.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×