Enski boltinn

Keown: Wenger og Ferguson gagnrýndu aldrei leikmenn opinberlega eins og Mourinho

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jose Mourinho ræðir við Paul Pogba á hliðarlínunni
Jose Mourinho ræðir við Paul Pogba á hliðarlínunni Vísir/Getty
Það andar köldu á milli José Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United, og Paul Pogba, dýrasta leikmanns liðsins frá upphafi, þessa dagana eins og sást á æfingu United í gær.

Mourinho er sagður hafa lítinn húmor fyrir Instagram-færslu Pogba eftir deildabikartapið á móti Derby og tók hann í gegn á æfingu liðsins þar sem fjölmargar myndavélar voru á hliðarlínunni.

Martin Keown, fyrrverandi miðvörður Arsenal og sparkspekingur BBC, var spurður hvað honum fannst um þetta atvik í vikulegum lið sínum á vefsíðu Daily Mail þar sem að lesendur mega senda honum spurningar.

„Þeir þurfa að ræða saman í einrúmi, ekki fyrir framan alla. Talið saman á skrifstofu Mourinho, ekki úti á æfingasvæðinu þar sem að allar þessar myndavélar eru. Sýnið hvor öðrum þá virðingu að ræða saman og ekki leka svo einu einasta orði í fjölmiðla,“ segir Keown.

„Mourinho sagði eftir 3-2 tapið á móti Brighton að hann myndi ekki gagnrýna leikmenn sína opinberlega. Þess í stað gagnrýndi Pogba sjálfur leikmennina. Þar leit allt út fyrir að Mourinho væri að varpa ábyrgðinni á leikmennina sem að mér fannst fullkomið.“

„Það er út af þessu öllu saman sem ég ber svo mikla virðingu fyrir Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson. Þeir gagnrýndu aldrei leikmenn opinberlega. Þeir gerðu það fyrir luktum dyrum eins og á að gera hlutina,“ segir Martin Keown.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×