Enski boltinn

Sjáðu glæsimark Lacazette og uppgjör helgarinnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexandre Lacazette skoraði stórkostlegt mark þegar Arsenal hafði betur gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton í lokaleik sjöttu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær.Gylfi spilaði allan leikinn fyrir Everton en náði ekki að búa til mark frekar en nokkur liðsfélaga hans. Leiknum lauk með 2-0 sigri þar sem Pierre-Emerick Aubameyang skoraði annað mark Arsenal. Endursýningar seinna marksins sýndu Aubameyang vera langt fyrir innan varnarlínu Everton þegar hann fékk boltann, en dómarar leiksins sáu það ekki og markið dæmt gott og gilt. Einn annar leikur fór fram í gær, West Ham og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í Lundúnaslag. Öll helstu atvik leikjanna tveggja, sem og allt það besta úr öllum leikjum helgarinnar, má sjá í klippunum með fréttinni.

Arsenal - Everton 2-0
West Ham - Chelsea 0-0
Mörk umferðarinnar
Vörslur umferðarinnar
Leikmaður umferðarinnarFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.