Enski boltinn

Liðsfélagi Gylfa hjá Everton sjóðheitur með brasilíska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Richarlison fagnar marki í nótt.Hann var í níunni hjá brasilíska landsliðinu.
Richarlison fagnar marki í nótt.Hann var í níunni hjá brasilíska landsliðinu. Vísir/Getty

Richarlison hefur byrjað tímabilið vel með Everton og hann fylgdi því eftir með flottri frammistöðu með brasilíska landsliðinu í nótt.

Richarlison skoraði tvö mörk í leiknum og fiskaði einnig víti. Neymar, Philippe Coutinho og Marquinhos voru líka á skotskónum. Neymar gaf þrjár stoðsendingar í leiknum.Richarlison var í fyrsta sinn í byrjunarliði Brasilíu þegar liðið vann 5-0 sigur á El Slavador á FedExField leikvanginum í Maryland.

Richarlison er nýorðinn liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar en Everton keypti hann frá Watford fyrir 50 milljónir punda í sumar. Hann hefur skoraði 3 mörk í fyrstu 3 leikjum sínum með Everton-liðinu í ensku úrvalsdeildinni.

Richarlison var fljótur að láta til sín taka í leiknum í nótt því hann fiskaði víti strax á annarri mínútur. Neymar skoraði úr vítinu.

Richarlison skoraði síðan sjálfur á 16. mínútu eftir sendingu frá Neymar og Neymar lagði líka upp mark fyrir Philippe Coutinho á 30. mínútu. Brasilíumenn voru því 3-0 yfir í hálfleik.

Richarlison skoraði fjórða markið og annað markið sitt á 50. mínútu og varnarmaðurinn Marquinhos skallaði síðan boltann í markið á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Neymar.Argentínumenn léku án Lionel Messi í nótt og urðu að sætta sig við markalaust jafntefli á móti Kólumbíu.

Hinn 19 ára gamli miðjumaður Tyler Adam tryggði bandaríska landsliðinu 1-0 sigur á Mexíkó þegar liðin mættust í Nashville. Fjórum mínútum fyrir markið þá misstu Mexíkóbúar Angel Zaldivar útaf með rautt spjald.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.