Herða árásir á Google Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2018 11:56 Myndbandið er frá fundi í kjölfar kosninganna 2016 en fyrirtækið heldur reglulega fundi sem eru streymdir til allra starfsstöðva fyrirtækisins um heiminn. Vísir/AP Íhaldssami fjölmiðillinn Breitbart hefur birt myndband þar sem æðstu yfirmenn Google kvarta yfir kjöri Donald Trump, sem forseta Bandaríkjanna. Myndbandið er frá fundi í kjölfar kosninganna 2016 en fyrirtækið heldur reglulega fundi sem eru streymdir til allra starfsstöðva fyrirtækisins um heiminn.Birting myndbandsins fellur vel inn í herferð Repúblikana og bandamanna þeirra í fjölmiðlum Bandaríkjanna til að sýna fram á meinta mismunun tæknifyrirtækja gagnvart íhaldsmönnum.Meðal þess sem fram kemur í myndbandinu er að Sundar Pichai, framkvæmdastjóri Google, og Ruth Porat, fjármálastjóri Alphabet, móðurfélags Google, voru ósátt með kjör Trump og Sergey Brin, einn af stofnendum Google, sagðist vera miður sín og að sigur Tump færi gegn helstu gildum Google. Brin, sem fluttist til Bandaríkjanna frá Sovétríkjunum sem barn, ýjar einnig að því að fylgjendur Trump séu fasistar. Þá sagði starfsmannastjóri fyrirtækisins að hann hefði rætt við íhaldssama starfsmenn Google sem fannst óþægilegt að ræða skoðanir sínar innan fyrirtækisins. Hann hvatti starfsmenn til að virða skoðanir annarra. Forsvarsmenn fyrirtækisins svöruðu einnig spurningum starfsmanna á fundinum og margar þeirra voru um kosningarnar og ýmis málefni sem Trump hafði fjallað um í kosningabaráttunni. Þar má nefna málefni innflytjenda, samkynhneigðra og hlutleysi internetsins. Um tíu þúsund starfsmenn Google eru ekki bandarískir ríkisborgarar og var einnig fjallað um hvaða áhrif kosningarnar myndu gætu haft á þá. Talskona Google, sagði í kjölfar birtingar myndbandsins að um hefðbundinn umræðufund hafi verið að ræða þar sem sumir starfsmenn Google hafi sagt frá eigin skoðunum í kjölfar róstusamra kosninga. Hún sagði einnig að myndbandið sýni að enginn hafi sagt neitt sem sýni fram að Google stundaði þöggun gagnvart íhaldsmönnum.Trump sjálfur veittist að Google á Twitter í síðustu viku og sakaði fyrirtækið um þöggun. Það tísti byggði á umdeildri bloggfærslu. Í kjölfarið af tístinu, þar sem Trump velti vöngum yfir því hvort að Google væri að brjóta gegn lögum, sagði Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, að Hvíta húsið hefði Google „til skoðunar“. Hann fór hins vegar ekkert nánar út í það.Sjá einnig: Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á TwitterBrad Parscale, kosningastjóri Trump fyrir kosningarnar 2020 ,tísti um málið í gærkvöldi og gaf í skyn að Google væri ógn gagnvart lýðræði í Bandaríkjunum. Þá kallaði hann eftir því að þingnefndir rannsökuðu Google..@google needs to explain why this isn’t a threat to the Republic. Watch the video. Google believes they can shape your search results and videos to make you “have their values”. Open borders. Socialism. Medicare 4 all. Congressional hearings! Investigatehttps://t.co/jlbSgMMrLT — Brad Parscale (@parscale) September 12, 2018 Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem íhaldsmenn gagnrýna Google fyrir að þagga niður í þeim. James Damore, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, hefur höfðað mál gegn Google fyrir mismunun. Hann var rekinn í fyrra eftir að hafa dreift mjög svo umdeildu minnisblaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar gagnrýndi James Damore „vinstri sinnaða“ menningu fyrirtækisins og hélt því fram að líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væri verri forritarar og starfsmenn en menn í tæknigeiranum og kvartaði hann yfir fjölbreytileika innan Google.Sjá einnig: Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlumÍ umfjöllun Guardian segir að ljóst sé að umfjöllun Breitbart sé ekki í anda við tón fundar starfsmanna Google. Þrátt fyrir það sé ljóst að umfjöllunin muni verða vatn á myllu íhaldsmanna í Bandaríkjanna í deilum þeirra við tæknifyrirtæki. Bandaríkin Donald Trump Google Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Íhaldssami fjölmiðillinn Breitbart hefur birt myndband þar sem æðstu yfirmenn Google kvarta yfir kjöri Donald Trump, sem forseta Bandaríkjanna. Myndbandið er frá fundi í kjölfar kosninganna 2016 en fyrirtækið heldur reglulega fundi sem eru streymdir til allra starfsstöðva fyrirtækisins um heiminn.Birting myndbandsins fellur vel inn í herferð Repúblikana og bandamanna þeirra í fjölmiðlum Bandaríkjanna til að sýna fram á meinta mismunun tæknifyrirtækja gagnvart íhaldsmönnum.Meðal þess sem fram kemur í myndbandinu er að Sundar Pichai, framkvæmdastjóri Google, og Ruth Porat, fjármálastjóri Alphabet, móðurfélags Google, voru ósátt með kjör Trump og Sergey Brin, einn af stofnendum Google, sagðist vera miður sín og að sigur Tump færi gegn helstu gildum Google. Brin, sem fluttist til Bandaríkjanna frá Sovétríkjunum sem barn, ýjar einnig að því að fylgjendur Trump séu fasistar. Þá sagði starfsmannastjóri fyrirtækisins að hann hefði rætt við íhaldssama starfsmenn Google sem fannst óþægilegt að ræða skoðanir sínar innan fyrirtækisins. Hann hvatti starfsmenn til að virða skoðanir annarra. Forsvarsmenn fyrirtækisins svöruðu einnig spurningum starfsmanna á fundinum og margar þeirra voru um kosningarnar og ýmis málefni sem Trump hafði fjallað um í kosningabaráttunni. Þar má nefna málefni innflytjenda, samkynhneigðra og hlutleysi internetsins. Um tíu þúsund starfsmenn Google eru ekki bandarískir ríkisborgarar og var einnig fjallað um hvaða áhrif kosningarnar myndu gætu haft á þá. Talskona Google, sagði í kjölfar birtingar myndbandsins að um hefðbundinn umræðufund hafi verið að ræða þar sem sumir starfsmenn Google hafi sagt frá eigin skoðunum í kjölfar róstusamra kosninga. Hún sagði einnig að myndbandið sýni að enginn hafi sagt neitt sem sýni fram að Google stundaði þöggun gagnvart íhaldsmönnum.Trump sjálfur veittist að Google á Twitter í síðustu viku og sakaði fyrirtækið um þöggun. Það tísti byggði á umdeildri bloggfærslu. Í kjölfarið af tístinu, þar sem Trump velti vöngum yfir því hvort að Google væri að brjóta gegn lögum, sagði Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, að Hvíta húsið hefði Google „til skoðunar“. Hann fór hins vegar ekkert nánar út í það.Sjá einnig: Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á TwitterBrad Parscale, kosningastjóri Trump fyrir kosningarnar 2020 ,tísti um málið í gærkvöldi og gaf í skyn að Google væri ógn gagnvart lýðræði í Bandaríkjunum. Þá kallaði hann eftir því að þingnefndir rannsökuðu Google..@google needs to explain why this isn’t a threat to the Republic. Watch the video. Google believes they can shape your search results and videos to make you “have their values”. Open borders. Socialism. Medicare 4 all. Congressional hearings! Investigatehttps://t.co/jlbSgMMrLT — Brad Parscale (@parscale) September 12, 2018 Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem íhaldsmenn gagnrýna Google fyrir að þagga niður í þeim. James Damore, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, hefur höfðað mál gegn Google fyrir mismunun. Hann var rekinn í fyrra eftir að hafa dreift mjög svo umdeildu minnisblaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar gagnrýndi James Damore „vinstri sinnaða“ menningu fyrirtækisins og hélt því fram að líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væri verri forritarar og starfsmenn en menn í tæknigeiranum og kvartaði hann yfir fjölbreytileika innan Google.Sjá einnig: Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlumÍ umfjöllun Guardian segir að ljóst sé að umfjöllun Breitbart sé ekki í anda við tón fundar starfsmanna Google. Þrátt fyrir það sé ljóst að umfjöllunin muni verða vatn á myllu íhaldsmanna í Bandaríkjanna í deilum þeirra við tæknifyrirtæki.
Bandaríkin Donald Trump Google Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira