Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2018 18:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. hann kvartaði yfir leitarvél fyrirtækisins á Twitter í dag. Í tístu sínum virtist forsetinn velta vöngum yfir því hvort hin meinta þöggun væri ólögleg og sagði Google vera hættulegt. Trump sagði leitarorðin „Trump News“ nánast eingöngu skila niðurstöðum frá fjölmiðlum sem hann segir vera vinstri sinnaða. „Þeir stjórna því sem við getum og getum ekki séð. Þetta er mjög alvarlegt ástand sem verður tekið á,“ skrifaði Trump í tveimur tístum sem hann eyddi vegna stafsetningarvillu og birti svo aftur. Tístin voru upprunalega birt fyrir klukkan sex að morgni í Washington DC. Talsmenn tæknifyrirtækisins þvertóku fyrir að stjórnmál hefðu áhrif á niðurstöður leitarvélar Google á nokkurn hátt. Í tilkynningu segir að eina markmið leitarvélarinnar sé að skila bestu niðurstöðunum á nokkrum sekúndum.....results on “Trump News” are from National Left-Wing Media, very dangerous. Google & others are suppressing voices of Conservatives and hiding information and news that is good. They are controlling what we can & cannot see. This is a very serious situation-will be addressed! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 28, 2018 Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Hvíta hússins, sagði í dag að ríkisstjórn Trump væri að „skoða“ Google, án þess að veita frekari upplýsingar. Virði hlutabréfa Alphabet, móðurfélags Google, féll um 0,6 prósent í kjölfar tísta forsetans.Samkvæmt Politico virðist sem að tíst Trump byggi á umdeildri grein á síðunni PJ Media. Fjallað var um greinina á Fox News í gærkvöldi. Ritstjóri PJ Media viðurkenndi í dag að rannsókn hennar væri ekki vísindaleg. Hún hefði skrifað Trump í fréttahluta leitarvélar Google í tveimur tölvum og hún hefði notast við mismunandi aðganga að Chrome.Blaðamaður Washington Post bendir á að nokkrum mínutum eftir fyrri tíst Trump í dag googlaði hann „Trump News“ og efsta niðurstaðan var frá Fox News og grein PJ Media var meðal efstu niðurstaða. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. hann kvartaði yfir leitarvél fyrirtækisins á Twitter í dag. Í tístu sínum virtist forsetinn velta vöngum yfir því hvort hin meinta þöggun væri ólögleg og sagði Google vera hættulegt. Trump sagði leitarorðin „Trump News“ nánast eingöngu skila niðurstöðum frá fjölmiðlum sem hann segir vera vinstri sinnaða. „Þeir stjórna því sem við getum og getum ekki séð. Þetta er mjög alvarlegt ástand sem verður tekið á,“ skrifaði Trump í tveimur tístum sem hann eyddi vegna stafsetningarvillu og birti svo aftur. Tístin voru upprunalega birt fyrir klukkan sex að morgni í Washington DC. Talsmenn tæknifyrirtækisins þvertóku fyrir að stjórnmál hefðu áhrif á niðurstöður leitarvélar Google á nokkurn hátt. Í tilkynningu segir að eina markmið leitarvélarinnar sé að skila bestu niðurstöðunum á nokkrum sekúndum.....results on “Trump News” are from National Left-Wing Media, very dangerous. Google & others are suppressing voices of Conservatives and hiding information and news that is good. They are controlling what we can & cannot see. This is a very serious situation-will be addressed! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 28, 2018 Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Hvíta hússins, sagði í dag að ríkisstjórn Trump væri að „skoða“ Google, án þess að veita frekari upplýsingar. Virði hlutabréfa Alphabet, móðurfélags Google, féll um 0,6 prósent í kjölfar tísta forsetans.Samkvæmt Politico virðist sem að tíst Trump byggi á umdeildri grein á síðunni PJ Media. Fjallað var um greinina á Fox News í gærkvöldi. Ritstjóri PJ Media viðurkenndi í dag að rannsókn hennar væri ekki vísindaleg. Hún hefði skrifað Trump í fréttahluta leitarvélar Google í tveimur tölvum og hún hefði notast við mismunandi aðganga að Chrome.Blaðamaður Washington Post bendir á að nokkrum mínutum eftir fyrri tíst Trump í dag googlaði hann „Trump News“ og efsta niðurstaðan var frá Fox News og grein PJ Media var meðal efstu niðurstaða.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“