Erlent

Fjármálastjóri Trump fékk friðhelgi

Samúel Karl Ólason skrifar
Á árum áður vann Weisselberg sem endurskoðandi Fred Trump, föður Donald, og varð fjármálastjóri Trump Org. árið 2000.
Á árum áður vann Weisselberg sem endurskoðandi Fred Trump, föður Donald, og varð fjármálastjóri Trump Org. árið 2000. Vísir/Getty

Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donald Trump í áratugi, fékk friðhelgi í stað fyrir samstarf með saksóknurum sem rannsökuðu Michael Cohen, lögmann Trump. Cohen játaði á þriðjudaginn að hafa framið skattsvik og brotið kosningalög með að greiða konum háar fjárhæðir í skiptum fyrir þögn þeirra um meint kynferðislegt samband þeirra og forsetans.

Weisselberg sá svo um að endurgreiða Cohen úr sjóðum fyrirtækis Trump. Samkvæmt heimildum Washington Post fékk hann friðhelgi fyrir vitnisburð sinn í málinu.

Útgefandi National Enquirer, David Pecker, fékk einnig friðhelgi frá ákæru vegna rannsóknarinnar en hann, Cohen og Trump, gerðu samkvæmt saksóknurum samkomulag um að National Enquirer myndi kaupa réttinn á sögum sem kæmu Trump illa og birta þær aldrei.

Auk þess að hafa verið fjármálastjóri Trump Org. er Weisselberg einnig núverandi stjórnandi fyrirtækisins, auk Donald Trump yngri og Eric Trump, eftir að Trump tók við embætti forseta. Á árum áður vann hann sem endurskoðandi Fred Trump, föður Donald, og varð fjármálastjóri Trump Org. árið 2000.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.