Sádar hafna ásökunum um stríðsglæpi í Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2018 21:03 Hermaður ríkisstjórnar Jemen. Vísir/EPA Yfirvöld Sádi-Arabíu hafna niðurstöðum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um að bandalag þeirra hafi mögulega framið stríðsglæpi í Jemen. Sádar og bandamenn þeirra berjast þar gegn uppreisnarmönnum Húta, sem studdir eru af Íran. Sameinuðu þjóðirnar segja báðar fylkingar mögulega sekar um stríðsglæpi í átökunum sem hafa komið verulega niður á almenningi í Jemen. Þá voru Sádar, ríkisstjórn Jemen og bandamenn þeirra meðal annars sakaðir um að gera lítið sem ekkert til að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Báðar fylkingar voru meðal annars sakaðar um pyntingar, mannrán og að þvinga börn í átök.Sjá einnig: Telja alla stríðsaðila í Jemen seka um stríðsglæpiÍ yfirlýsingu frá bandalagi Sáda segir að þeir hafi starfað rannsakendum Sameinuðu þjóðanna og segja „falskar ásakanir“ gegn þeim vera runnar undan rifjum alþjóðlegra samtaka. Þá eru Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndar fyrir að hafa ekkert fjallað um það hjálparstarf sem bandalagið stundar í Jemen. Auk Sádí-Arabíu eru sjö önnur ríki sem mynda hernaðarbandalagið gegn stjórn Húta í Jemen og hafa sent orrustuþotur og annað herlið á vígvöllinn. Ríkin eru Egyptaland, Marokkó, Jórdanía, Súdan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Barein. Átökin í landinu Jemen hafa staðið yfir í meira en þrjú ár. Minnst 6.660 almennir borgarar hafa fallið í átökunum og rúmlega tíu þúsund hafa særst. Þúsundir til viðbótar hafa dáið vegna hungursneyða, veikinda og annarra ástæða sem þó tengjast átökum. Þar stendur nú heimsins stærsti kólerufaraldur yfir. Hjálparstarf Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Jemen Tengdar fréttir CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57 Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar Trump-stjórnarinnar ræða við samverkakonu Epsteins Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Sjá meira
Yfirvöld Sádi-Arabíu hafna niðurstöðum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um að bandalag þeirra hafi mögulega framið stríðsglæpi í Jemen. Sádar og bandamenn þeirra berjast þar gegn uppreisnarmönnum Húta, sem studdir eru af Íran. Sameinuðu þjóðirnar segja báðar fylkingar mögulega sekar um stríðsglæpi í átökunum sem hafa komið verulega niður á almenningi í Jemen. Þá voru Sádar, ríkisstjórn Jemen og bandamenn þeirra meðal annars sakaðir um að gera lítið sem ekkert til að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Báðar fylkingar voru meðal annars sakaðar um pyntingar, mannrán og að þvinga börn í átök.Sjá einnig: Telja alla stríðsaðila í Jemen seka um stríðsglæpiÍ yfirlýsingu frá bandalagi Sáda segir að þeir hafi starfað rannsakendum Sameinuðu þjóðanna og segja „falskar ásakanir“ gegn þeim vera runnar undan rifjum alþjóðlegra samtaka. Þá eru Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndar fyrir að hafa ekkert fjallað um það hjálparstarf sem bandalagið stundar í Jemen. Auk Sádí-Arabíu eru sjö önnur ríki sem mynda hernaðarbandalagið gegn stjórn Húta í Jemen og hafa sent orrustuþotur og annað herlið á vígvöllinn. Ríkin eru Egyptaland, Marokkó, Jórdanía, Súdan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Barein. Átökin í landinu Jemen hafa staðið yfir í meira en þrjú ár. Minnst 6.660 almennir borgarar hafa fallið í átökunum og rúmlega tíu þúsund hafa særst. Þúsundir til viðbótar hafa dáið vegna hungursneyða, veikinda og annarra ástæða sem þó tengjast átökum. Þar stendur nú heimsins stærsti kólerufaraldur yfir.
Hjálparstarf Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Jemen Tengdar fréttir CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57 Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar Trump-stjórnarinnar ræða við samverkakonu Epsteins Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Sjá meira
CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57
Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15
CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35
Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30