Erlent

Telja alla stríðsaðila í Jemen seka um stríðsglæpi

Kjartan Kjartansson skrifar
Kamel Jendoubi, formaður sérfræðinganefndar um Jemen, kynnti staðreyndir um voðaverk í stríðinu í Jemen í dag.
Kamel Jendoubi, formaður sérfræðinganefndar um Jemen, kynnti staðreyndir um voðaverk í stríðinu í Jemen í dag. Vísir/EPA
Mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segjast telja að allir þeir sem eiga aðild að stríðsátökunum í Jemen hafi gerst sekir um stríðsglæpi. Hvorki stjórnarher Jemens, bandalagsher Sáda sem styður hann, né uppreisnarmenn Húta hafi reynt að takmarka mannfall óbreyttra borgara.Sérfræðingarnar vísa til árása á íbúðarhverfi þar sem þúsundir Jemena hafa fallið, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandalagsherinn hafi valdið mestu mannfallinu í slíkum árásum. Allir stríðsaðilar hafi tekið fólk höndum utan dóms og laga, stundað pyntingar, látið fólk „hverfa“ og fengið börn til liðs við sig.Niðurstöður sérfræðinganna verða kynntar í skýrslu til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í september.Stríðið í Jemen hefur geisað frá árinu 2015. Uppreisnarmenn Húta hafa sölsað undir sig stóran hluta landsins. Sádí-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin ásamt sjö öðrum arabaríkjum hafa hlutast til í landinu til aðstoðar stjórnarhernum. Bandalagsherinn hefur notið stuðnings Breta, Bandaríkjamanna og Frakka.


Tengdar fréttir

Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar

Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.